24.4.2009 | 19:55
Drekasvæðið, frekari virkjanir "rangur misskilningur". Okkar er valið!
Í gær og í fyrradag fór allt í uppnám hjá bæði Samfylkingunni og Vinstri grænum. Össur sagðist í fyrradag vera andvígur frekari virkjanaframkæmdum. Norðlendingar vita ekki lengur hvaðan á þá stendur veðrið. Kolbrún Halldsórsdóttir sagði í gær að hún væri andvíg olíuborun á Drekasvæðinu. Langur tími fór í það hjá kynningarforkólfum flokkanna að leiðrétta þennan "ranga misskilning".
"Rangur misskilningur" hefur líka verið uppívaðandi hjá Sjálfstæðisflokknum. Tilraunir til að leiðrétta þennan "misskilning" gagnvart styrkjamálum Flokksins hafa dregið alla orku úr flokknum.
Borgarahreyfingin, með góð fyrirheit í upphafi, hefur sýnt að hún er nú þegar að þróast inn í álíka kerfisflokk og nefndir eru hér að ofan. (Vísa hér í færslu mína í gær: Illugi, Þráinn,.........)
Í upphafi sögðu forsvarsmenn hreyfingarinnar ætla að leggja hreyfinguna niður þegar að búið væri að koma hér á stjórnlagaþingi. Núna ætla þeir að leggja hreyfingun niður þegar að búið er endanlega að skilja að hagsmunatengsl milli viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Hvað skyldi það taka mörg ár....eða áratugi?
Þetta er sem sagt okkar val á morgun. Vísvitandi nefni ég ekki Framsóknarflokkinn ekki á nafn. Ég býst við að flestir skilji hvers vegna.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.