27.4.2009 | 20:40
Hvurs er valið yfirhöfuð? Við erum engin "herraþjóð" lengur.
Að sjálfsögðu á að setja ESB málin í forgang. Vextir munu hér stórlækka í kjölfarið og viðskiptaumhverfi okkar gerbreytast til betri vegar.
Einhvernveginn finnst mér sumir tala hér um, að við höfum eitthvert val í þessu. Nei, við höfum það ekki. Eða, vill einhver benda mér á aðra lausn? Við erum með handónýtan gjaldmiðil, mikla verðbólgu, himinháa stýrivexti og gjaldeyrishöft sem að verka þannig að viðskipti milli Íslands og annarra landa, þurfa að ganga í gegn með staðgreiðslu, þar sem að Íslandi er hvergi treyst lengur á alþjóðavettvangi í viðskiptum. Stóraukið atvinnuleysi og fjöldi fyrirtækja fara á hausinn á degi hverjum. 75% fyrirtækja í þessu landi eru tæknilega gjaldþrota.
En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að hik, hikst og hjakk muni einkenna umræðuna um þetta mál og látið daga uppi, án þess þó að flokkarnir þurfi að skammast sín. Einhverskonar nefndarvesen um umræður um aðildarviðræður. Nú hef ég orðið fyrir virkilegum vonbrigðum Jóhanna. Guð hjálpi íslenskri þjóð.(vísvitandi segi ég ekki Guð blessi Ísland, það gæti misskilist).
Evrópumálið sett í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn greinir ekki á um að ástandið sé slæmt heldur, meðal annars, hvort að innganga í ESB hafi nokkur áhrif til hins betra.
Færð hafa verið rök fyrir báðum sjónarmiðum, að við högnumst á inngöngu og að við töpum eða stöndum í stað. Viltu ekki frekar taka þátt í þeirri rökræðu en að gagga svona?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:46
Ertu alltaf svona málefnalegur í svörum þínum eða er það bundið við annaðhvort kynið? Hver er "göggunarröðin" í þínum flokki?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 20:50
Nú eru í gildi höft sem illa gengur að losa um. Aðeins með nýjum gjaldeyri er hægt að koma íslensku viðskiptalífi á skrið. Eina skynsamlega og færa leiðin er innganga í ESB.
Fá fyrirtæki geta starfað á Íslandi ef höft ríkja og gjaldeyrir ónýtur. Það er helst fisksalinn og skómsiðurinn á horninu sem geta þrifist. Að vísu mun skósmiðurinn þurfa að kaupa ýmislegt frá öðrum löndum. Gæti þó bjargast með fiskroði og þræði úr görn. Yrði frumlegt og þjóðlegt.
Ef íslenskir stjórnmála menn klikka í þessu þá mun landið dragast aftur úr nágrönnunum og það verður erfitt að halda í komandi kynslóðir.
Þetta er ekki falleg mynd - líkist helst hræðsluáróðri. En sönn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.4.2009 kl. 21:14
Sammála þér Hjálmtýr. Nú skiptir öllu máli að Jóhanna taki af skarið með þetta mál. Eftir kosningarnar, er nú grannt fylgst með okkur utan úr heimi og því ríður á að segja af eða á, viljum við aðildarviðræður eður ei? Á ekki þjóðin að fá að ráða í þessu máli? Öll töf í þessu máli mun skaða okkur gífurlega til langs tíma litið. Það er því mikið í húfi.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:41
-
Er það þetta sem við viljum?svona er sjálfstæði breta í dag ekki er það glæsilegt.Frekar vil ég hafa hryðjuverkalög á mér frekar en tapa sjálfstæðinu til Brussel.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.4.2009 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.