28.4.2009 | 09:33
Steingrímur J. og elítan.
VG eru enn og aftur við sama heygarðshornið, halda áfram að vera á móti öllu. Það væri fínt ef að VG færi að átta sig á því að þeir eru komnir í meirahlutastjórn og verða að fara að haga sér aðeins öðruvísi en að þeir hafa hingað til gert.
Þegar að Steingrímur J. kemur fram í sjónvarpsþætti á RÚV í fyrraköld og sagði að það væri bara elítan í þessu landi sem að vildi ESB, varð nú Jóhönnu illa brugðið og sagði að þetta væri alrangt. Sem það er. Síðan kemur Atli Gíslas. og setur allt í uppnám. Hvernig ætla þessir flokkar eiginlega að starfa saman? Ekki veit ég til að ég tilheyri þessari elítu en er fylgjandi ESB.
Enn ósætti um ESB-málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 63059
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alrangt hjá þér að Steingrímur J. hafi sagt að hinn almenni kjósandi sem vildi ESB aðildarviðræður væri þessi meinta "elíta"
Hann leiðrétti þennan augljósa misskilning Jóhönnu strax og Jóhanna virtist þá eins og aðrir skilja hvað hann ætti við.
En þú kýst samt enn að reyna að misskilja þetta og vilja fjargviðrast yfir því að þú sért ein af þssari "elítu"
"Elítan" sem Steingrímur J. átti við eru fjölmiðlafólkið og álitsgjaranrir og sérfræðingarnir sem alltaf eru kallaðir til og sem stanslaust klifa á algjörri nauðsyn ESB aðildar daginn út og inn.
Það sjá allir sem vilja sjá að allt fjölmiðlaveldið er bullandi hlutdrægt og með ESB- rétttrúnaðinn gjörsamlega á heilanum.
En þú þarft sko alls ekki að taka þetta til þín !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:57
Í fyrsta lagi er vitað mál að fullyrðingarárátta formanns VG er oft á tíðum ansi mikil.
Í öðru lagi eru þínar fullyrðingar þína varðandi fjölmiðlafólk, án alls rökstuðnings:"allt fjölmiðlaveldið er bullandi hlutdrægt og með ESB- rétttrúnaðinn gjörsamlega á heilanum". Getur þú fært einhver rök fyrir þessu svari þínu sem að er í miklum upphrópanastíl.
Í þriðja lagi tek ég þetta ekkert til mín.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.