Syndaaflausn Þráins? Ný krossfestingarsaga?

Samkvæmt bloggfærslu Þráins Bertelssonar á http://www.eyjan.is  í dag er það mikil áþján að vera ráðherra ásamt þingmannsstarfi. Hvers vegna er þá svona mikil eftirspurn eftir því?

Var þessi maður ekki að berjast gegn spillingu á Austurvelli forðum?

Svarið hjá Þráni er sem sagt: Ég vil ekki að aðrar séu spilltir, en ég má vera það. Bíddu ætlaði Borgarahreyfingin ekki að breyta einhverju?  Þeir afhjúpa sig rækilega hér, eru bara að skara eld að eigin köku.

Niðurlagið í bloggfærslunni minnir á krossfestingasögu fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnarFootinMouth:

"Fyrsta og gleggsta dæmið eru ráðherrar sem þiggja ráðherralaun ofan á óskert þingfararkaup þótt öllum megi ljóst vera að ráðherra vinnur ekki þingmannsstarfið af sömu natni og sá sem ekki þarf að gegna ráðherraembætti. ................Góðviljaðir aðilar hafa ráðlagt mér að kaupa mig undan þessari athygli með því að gefa andvirði heiðurslauna til einhvers líknarfélags en þeirri lausn hafna ég, enda þarf ég ekki að kaupa mér siðferðilega aflausn hafandi ekkert af mér brotið - annað en þiggja án umsóknar æðstu viðurkenningu sem íslenska þjóðin kann að veita listamönnum sínum.

Það sem miður góðviljaðir aðilar hafa rætt og ritað um þetta sýnir aðeins þeirra innræti en ekki mitt og er þar af leiðandi þeirra vandamál en ekki mitt.

Ég saup á því sem að mér var rétt og vissi ekki að svona mikið gall væri í kaleik þjóðarinnar og segi því eins og kerlingin forðum: 

Beiskur ertu, Drottinn minn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Fékk einu sinni bók eftir Þráinn í jólagjöf ,komst aftur í miðja bók þá gafst ég upp,annað eins rugl hef ég ekki lagt á mig að lesa.

Ragnar Gunnlaugsson, 28.4.2009 kl. 21:13

2 identicon

Byrjaði einhverntímann á bók eftir hann sem að átti að vera sjálfsævisaga, hún var svo langdregin og leiðinleg, ég gafst upp.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband