Einelti, ofbeldi, Flensborg og Setbergsskóli

Skilaboð til yfirmanna Flensborgarskóla: Hvernig væri að eftirlitið væri aðeins betra á vakt í sinni vinnu. "Maður tryggir ekki eftir á" segir í frægri auglýsingu á ljósvakamiðlunum. Ég á son sem að varð fyrir hrottalegu andlegu og líkamlegu einelti í Setbergsskóla í Hafnarfirði í samtals 7 ár.

Skólayfirvöld og þáverandi stjórn skólans hunsuðu allar mínar ábendingar, spurningar og símhringingar og einnig spurningar sálfræðings frá BUGL. Sögðu að þetta væri lygi í mér, þetta væri meira og minna syni mínum að kenna, hann væri nú ekki barnanna bestur!

Þeir sögðu að einelti hefði aldrei viðgengist í  þessum skóla! Ég má þakka fyrir að sonur minn er á lífi. Hann vildi ekki skipta um skóla, var viss um að eineltið myndi halda áfram þar. Það er líka mikið álag að skipta um skóla.

Einnig það, hvers vegna á fórnarlambið að þurfa að flýja, á ekki réttlætið gagnvart gerendunum að ná fram að ganga? Þetta fólk á að þurfa að svara fyrir gjörðir sínar ekki satt? Já, ég bara spyr?


mbl.is Litið alvarlegum augum í Flensborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég hefði mikinn áhuga á að ræða við þig um þetta mál og önnur mál svipuð svona almennt. Værirðu til í að senda mér tölvupóst á : vidarfreyrgudmundsson (hjá) gmail (punktur) com

baráttukveðjur!

Viðar Freyr Guðmundsson, 30.4.2009 kl. 21:06

2 identicon

Viðar Freyr, alveg sjálfsagt.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:14

3 identicon

Skólayfirvöld í þessum skóla eru blind! Því að einelti í setbergsskóla er mikið og hefur alltaf verið til staðar!
Það þarf taka skólan í gegn og það vita það allir í hafnarfirði að það er einelti í setbergsskóla! Hann mest umtalaðasti skólin fyrir sök eineltis í hafnarfirði og þarf virkilega að gera e-h í málaonum!

no name (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:21

4 identicon

Ég er búin að heyra margar sögur frá Setbergsskóla og þær misfallegar því miður. Það er skandall að bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði hafi ekki gripið inn í!

ÞórkatlaSnæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:29

5 identicon

Held að það sé voðalega erfitt að kenna stjórnendum Flensborgarskólans um þetta mál...ef ég skil þetta rétt þá var fórnarlambið á grunnskólaaldri og því ekki hægt fyrir Flensborg að fylgjast með því, ekki það að ég vorkenni ekki stelpunni.  Mér finnst þetta gífurlega óhugnarlegt mál og datt ekki í hug að svona ungar stelpur gætu framið svona verknað!!!

Miðað við það sem ég þekki þá munu stjórnendur Flensborgarskólans refsa þeim sem áttu þátt í þessu þrátt fyrir óbein tengsl skólans.  Flensborg vill ekki hafa svona nemendur innan sinna raðar!!!

Fylkir Freysson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:04

6 identicon

Ég er sammála þér Fylkir að ábyrgðin er ekki alfarið Flensbogar. Hins vegar vil ég benda þér á að samkvæmt Kastljósi kvöldsins, er þetta ekki í fyrsta skipti að þessar stúlkur hafi sýnt af sér slíka hegðum. Flensborg hefði því átt að vera á vaktinni.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:16

7 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Sammála þér Anna Sigríður ( og ykkur hinum líka ) Einelti væri hægt að koma í veg fyrir í skólum ef bara kennarar og skólayfirvöld nenntu að hafa fyrir því. Það er svo oft eins og skólar taki því sem persónulega árás sé farið fram á viðbrögð gagnvart einelti, það mesta sem er gert er að búa til plakat sem sýnir hver er þolandi og hver er gerandi og svo hverjir eru vitni og ættu að segja frá.......en svo er þetta bara hengt upp á vegg í skólum og ekki fylgt eftir með neinu meir = skólinn búinn að gera ALLT SEM HÆGT ER AÐ GERA og laus undan ábyrgð.

Svo er það ömurlegasta af öllu þegar foreldrar eru að reyna að ná einhverju kontakti við þessa harðhausa til að barninu sínu líði betur og fær bara þvert nei eins og Þórkatla er að segja frá, og er ekki sú eina því ég veit um fleiri svona viðbrögð frá skólum.

En það er eins og svo margir hér á Íslandi kunni ekki muninn á réttu og röngu miðað við kæruleysið og dofann sem er sýnt gagnvart ofbeldi af öllu tagi. Á sama tíma sé ég samt líka að raddir okkar sem erum EKKI sammála því að landið okkar sýni áfram þennan vanþroska, skilningsleysi og vankunnáttu í ofbeldismálum eru alltaf að verða háværari sem betur fer.

Vona bara að einn daginn verði farið að horfast í augu við það hér á landi að glæpir á Íslandi eru ekkert saklausari eða minna skaðlegir en í öðrum löndum.

Íris Ásdísardóttir, 1.5.2009 kl. 09:51

8 identicon

hvernig er hægt að kenna yfirvöldum skóla með yfir 800 nemenda um að nokkrir þeirra séu spiltir .. eigiði ekki að vera að refsa foreldrunum :S?

erla (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:02

9 identicon

Þið vælið bara endalaust !

Jon Hjørtur (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:46

10 identicon

Mig langar að spyrja þig Jón Hjörtur, hefur þú orðið fyrir einelti?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:52

11 identicon

Það má vel vera að á einhverjum tímapunkti lífs míns hafi ég verið í þeirri stöðu að hópur fólks hafi séð ástæðu til að gera lítið úr mér til að gera meira úr sjálfu sér...og á sama tíma hafi enn stærri hópur horft aðgerðalaus á til að hætta ekki á að verða fyrir því sama.

Það hefur þá ekki staðið lengi því ég hef unnið mig út úr því sjálfur, gert eitthvað í málinu sjálfur.

Mín skoðun er sú að flestir sem verða fyrir því sem þið viljið kalla einelti séu aumingjar. Þeir sem beita einelti og taka þátt á einn eða annan hátt velja það aumasta sem í boði er til að stækka sig sjálf.

Væri ekki ráð að hætta að væla og kenna aumingjunum að taka á málinu? Reyna að ala upp sterka einstaklinga sem geta verið í hóp í stað þess að bjóða uppá að stappað sé á þeim í hóp?

Jon Hjørtur (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:23

12 identicon

Jón Hjörtur, athugasemd þín, sem að er á þann veg að þolendur eineltis séu aumingjar, dæma sig sjálf, held ég. Ég "þakka" fyrir "hlýjar" kveðjur til mín og sonar míns? Við höfum bæði orðið fórnarlömb alvarlegs eineltis og ég tel að okkur hafi tekist prýðilega að vinna úr okkar málum. Þökk sé þeim sem að vinna stórkostlegt starf fyrir þá sem að hafa orðið fyrir einelti.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 63059

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband