30.4.2009 | 20:41
Siðbótin, traust og "svínaflensa"
Hver er förunautur okkar þessa dagana í verstu efnahagsþrenginum sem að þjóðin hefur gengið í gegnum? Er það ekki Jóhanna Sigurðardóttir? Ekkert að gerast, nauðungaruppboð, uppsagnir og auðvitað því meira atvinnuleysi, króna sem er einskis virði, gjaldeyrishöft. Ég gæti haldið áfram endalaust, þið þekkið þetta allt, ef ekki á ykkar eigin skinni, þá frá vinum og venslafólki.
Jóhanna talar um viku í viðbót í stjórnarmyndunarviðræður, það liggur ekkert á !? Hún talaði aðeins öðruvísi, nokkrum dögum fyrir kosningar.
Ég var í huganum að bera saman Barack Obama, sem er framkvæmdamaður, fylginn sjálfum sér, lætur verkin tala, fluggreindur, laus við allan hroka og yfirborðsmennsku, er mikill mannasættir og hins vegar Jóhönnu Sigurðardóttir .............?
Í fréttum RÚV í gærkvöldi, kom fram að eftir 100 daga á valdastóli í einni erfiðustu kreppu sem að Bandaríkin hafa staðið frammi fyrir, eru 70% Bandaríkjamanna ánægð með störf forseta síns. Þarf nokkuð frekara vitnanna við?
Einhverveginn hef ég það á tilfinningunni að hin svokalla svínaflensa, sem að kemur víst svínum afskaplega lítið við, sé ekki það sem að muni bitna verst á íslenskri þjóð. ( Tek fram að þá er ég ekki að gera lítið úr áhrifum "svínaflensunnar".)
Fylgdarmaður Obama veiktist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.