1.5.2009 | 11:13
Sjálfsbjargarviðleitni - 1. maí......?
Guð minn almáttugur hjálpi mér, er þetta nú orðin aðalvinnan hjá Atvinnumálastofun, að "fiska út" þá sem að eru að reyna að verða sér út um smá aukatekjur til að sjá fyrir sér og sínum. Einhverntímann hefði þetta verið kallað sjálfsbjargarviðleitni en þetta kallast greinilega eitthvað annað núna, 1. maí á baráttudegi verkalýðsins.
Bæturnar misnotaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gefðu mér svar Ranveig Tausen, hvað með þá 30 einstaklinga sem að "gambleruðu" með fjárfestingar landsmanna og settu þúsundir manna á vonarvöl og þeir ganga lausir.Meira að segja verið að reyna að láta alþjóð vorkenna Jóni Ásgeiri í DV núna um helgina. Þúsundir manna misstu ævisparnaðinn sinn og allir eignir sínar. Ranveig Tausen gefðu mér svar.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:51
Eigi skal böl bæta með að benda á annað verra. Hegðun útrásarvíkinganna réttlætir ekki tryggingasvik. Það er skylda þeirra, sem greiða út tryggingabætur að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að lágmakra tryggingasvok. Við skulum hafa í huga að slíkt eftirlit kemur í veg fyrir mun meir tryggingasvik heldur en uppgvötvast með eftirlitinu vegna þess að öflugt eftirlit hefur fælingarmátt þannig að tilvera þess kemur í veg fyrir að margir fari út í að svíkja.
Sigurður M Grétarsson, 1.5.2009 kl. 13:21
Sigurður, í fréttinni er talað um "ábendingar" sem að þú hlýtur að sjá ef að þú lest fréttina. Annað sem að ég get ómögulega skilið, af hverju má fólk ékki reyna að mennta sig eitthvað, t.s. að bæta við sig menntun þegar að enga vinnu er að hafa.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:39
t.s. á að vera t.d. að sjálfsögðu.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:41
Menntun er vinna og því telst sá, sem er í námi ekki vera atvinnulaus. Reyndar er nú hægt að fá undantekningu frá atvinnuleit en fá samt námslán ef menn eru að stunda nám, sem er ekki lánshæft hjá LÍN. Háskólanám er hins vegar lánshæft hjá LÍN. Þess vegna eiga þessir námsmenn, sem nefndir eru í fréttinni rétt á námslánum ef þeir geta ekki séð sér farborða öðruvísi meðan á námi stendur. Þess vegna eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum.
Sigurður M Grétarsson, 1.5.2009 kl. 20:37
Eftir því sem að ég veit best fær fólk ekki námslán nema að sýna 100% árangur, þ.e.a.s. vera í fullu námi og ná öllum prófum. (Leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt hjá mér) Sumir hafa hreinlega ekki tök á þessu.
Fólk sem að hefur verið í 50% vinnu, er búið að missa hana, en gæti vel hugsað sér að nýta tímann fyrir menntun. Er með heimili og getur ekki verið í fullu námi. Hvernig stendur þetta fólk gagnvart Lánasjóðnum. Veist þú eitthvað um það Sigurður?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:03
svo sammála þer Þórkatla.. svo satt og rett. mer finnst það ógeðslegt að sé búið að ræna ömmu og afa lífeyrinum og öllum hinum + að taka af þeim heimilin, vinnuna OG geðheilsuna. en það finnst nokk mörgum bara í lagi ! þessir "háu" herrar (gúmíkarlar og kellingar) ættu að fá að dúsa inni í fangelsi fyrir þjófnað..fá sömu meðferð í lagakerfinu og JóbJónsson sem situr inni fyrir fjársvik.
Linda Rós Jóhannsdóttir, 2.5.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.