2.5.2009 | 22:21
Greiðsluverkfall, kaffiþamb og matarþurrð.
Það sér hver maður held ég, að þegar fólk er farið að íhuga greiðsluverkfall, þá er fokið í flest skjól. Maður þarf nú ekki annað en hafa hlustað á fréttir undanfarinna vikna og mánuða um fólk í greiðsluerfiðleikum.
Ástandið fer versnandi, bæði vegna þess að margar fjölskyldur eru komnar í þrot með sinn varaforða, þær sem að hafa haft hann á annað borð og einnig það að nú fyrir alvöru eru kröfur bankanna komnar frá innheimtustigi bankanna til lögfræðinnheimtu.
Aðvörunum frá bönkunum og fjárnámskröfum fer fjölgandi. Á meðan ætlar "ríkisstjórnin" okkar að eyða viku í viðbót í viðræður um meirihlutasamstarf ásamt viðeigandi kaffiþambi. Ég hélt að þessi flokkar hefðu þekkst ágætlega fyrirfram, störfuðu í minnihlutastjórn saman í rúma 80 daga fyrir kosningar.
Hvað hefði verið sagt ef að Barack Obama Bandaríkjaforseti hefði setið með hendur í skauti 100 daga eftir kosningar? Ætli skammartónninn hefði ekki heyrst víða? Til þess kom auðvitað ekki af þvi að þetta er maður sem að lætur verkin tala. Eitthvað annað en hér á Fróni, ekkert gert.
Annað mál þessu tengt, þeim fer fjölgandi sem að eiga ekki fyrir mat. Tölur frá Fjölskylduhjálp og Mæðrastyrksnefnd segja allt sem að segja þarf. Fólk má ekki skella skollaeyrum við svona fréttum. Það er grafalvarlegt mál að fólk eigi ekki fyrir mat í þessu "nútímasamfélagi" 21. aldar hér á Íslandi. Fólk á að fá að halda sinni reisn, það er lágmarkið.
Jafnframt finnst mér persónulega engin lítillækkun í því fólgna að þurfa að leita sér matar til áðurnefndra stofnana. Þetta er ekki fólkið sem að setti Ísland á hausinn.
Ég hef reynt það á eigin skinni hvernig það er að eiga ekki fyrir mat, vita ekki hvernig eigi að fjármagna næstu máltíð. Það er ekki góð tilfinning, það gefur að skilja.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.