3.5.2009 | 22:08
Stólar ofar hugsun og hugsjón?
Mikið óskaplega breytist hugsanagangur fólks þegar að það er komið í ráðherrastóla. Gylfi talaði aðeins öðruvísi fyrir ráðherraembætti.
Hvað meinar maðurinn eiginlega? Er hann ekki með á nótunum? Er honum skipað að tala svona eða er þetta hans skoðun?
Þessi maður vill helst geta haldið áfram sínu starfi eins og sumir aðrir ráðherrar sem að þjóðin hafnaði.
Já þeir eru greinilega mjúkir stólarnir.
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn er algjörlega með á nótunum. Það er einfaldlega svo að flestir geta staðið í skilum. Skýrsla seðlabankans sýnir það. Þeir sem að halda annað eru hreinlega á villigötum. Læt frétt fylgja með (hún er reyndar frá fréttavefnum vísi.is)
http://visir.is/article/20090312/FRETTIR01/198353332/1260
Ólafur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 22:49
Brot úr frétt á þessum linki:
http://visir.is/article/20090312/FRETTIR01/198353332/1260
"Athygli vekur að stærsti hópur þeirra sem þegar er kominn í neikvæða eiginfjárstöðu er fólk á aldrinum 30 til 44 ára. Næst á eftir koma fasteignaeigendur á aldursbilinu 45 til 59 ára í sömu stöðu.
Greiningin byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum sem Seðlabankinn aflaði í samstarfi við fjármálafyrirtækin um eignir og skuldir áttatíu þúsund heimila landsins.
Gagnagrunnurinn er einstakur og engin sambærileg gögn til, að sögn Þorvarðar Tjörva. (hagfræðingur hjá Seðlabankanum, innskot mitt)
Fyrstu niðurstöður benda til að af 80 þúsund hús- og íbúðaeigendum séu 70 þúsund með húsnæðisskuldir sem eru minni en þrjátíu milljónir króna. Þeir sem verst eru staddir eru 2.400 húseigendur með lán í erlendri mynt eða blönduð lán en þeir eru að glíma við neikvæða eiginfjárstöðu upp á meira en fimm milljónir króna.
Þorvarður Tjörvi bendir á að veikasti hlutinn séu skortur á upplýsingum um tekjur heimila landsins og lánveitingar lífeyrissjóða. Það komi í veg fyrir nákvæma greiningu á greiðslubyrði. Áætlað er að bæta þeim við á næstu vikum þegar ítarlegri upplýsingar verða kynntar. "
Hvernig getur gagnagrunnurinn
verið svona einstakur, þegar hagfræðingurinn segir nokkru síðar að veikasti hlutinn sé skortur á upplýsingum? Ég hef aldrei talað um slíkan gagnagrunn sem að er talinn góður.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:02
Ég hef aldrei heyrt talað um......... á þetta að sjálfsögðu að vera.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.