"Gegnsæi" fyrir og eftir kosningar.

Svandís Svavarsdóttir sagði það fyrir kosningarnar 25. apríl að hún ætlaði að hætta í borgarstjórn kæmist hún inn á þing. Inn á þing komst hún og engar breytingar sé ég í borgarstjórn.

Þráinn rígheldur í heiðurmannalistamannalaunin, kominn með setu á Alþingi.

Í ríkisstjórn sitja tveir ráðherrar sem að þjóðin var búin að hafna, Kolbrún Halldórsdóttir sem að datt út af þingi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem að rétt skreið inn á þing.

Að mati Jóhönnu Sigurðardóttir liggur ekkert á að mynda ríkisstjórn, það sé sitjandi ríkisstjórn í landinu. Hún ætlar að taka allavega viku í viðbót í þessar viðræður, jafnvel eitthvað lengur.

Á bak við luktar dyr sitja ráðamenn þjóðarinnar og ráða ráðum sínum hvernig bjarga eigi þjóðinni. Þjóðinni kemur aftur á móti ekkert við um hvað er verið að tala. Hvað varð um allt "gegnsæið"?

Framkoma Jóhönnu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi 3. maí og svör Gylfa viðskiptaráðherra um greiðsluvanda þjóðarinnar, sem að hann telur víst ekki vera neinn vanda, segir allt sem að segja þarf.



mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Stormsker

Við hverju bjóst fólk eiginlega þegar það kaus þessa frauðfroska? Séríslenskum lýðræðislegum vinnubrögðum? Séríslenskum heiðarleika? Hlálegt.

Sverrir Stormsker, 4.5.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband