4.5.2009 | 03:00
"Gegnsæi" fyrir og eftir kosningar.
Þráinn rígheldur í heiðurmannalistamannalaunin, kominn með setu á Alþingi.
Í ríkisstjórn sitja tveir ráðherrar sem að þjóðin var búin að hafna, Kolbrún Halldórsdóttir sem að datt út af þingi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sem að rétt skreið inn á þing.
Að mati Jóhönnu Sigurðardóttir liggur ekkert á að mynda ríkisstjórn, það sé sitjandi ríkisstjórn í landinu. Hún ætlar að taka allavega viku í viðbót í þessar viðræður, jafnvel eitthvað lengur.
Á bak við luktar dyr sitja ráðamenn þjóðarinnar og ráða ráðum sínum hvernig bjarga eigi þjóðinni. Þjóðinni kemur aftur á móti ekkert við um hvað er verið að tala. Hvað varð um allt "gegnsæið"?
Framkoma Jóhönnu í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi 3. maí og svör Gylfa viðskiptaráðherra um greiðsluvanda þjóðarinnar, sem að hann telur víst ekki vera neinn vanda, segir allt sem að segja þarf.
Ný ríkisstjórn um næstu helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við hverju bjóst fólk eiginlega þegar það kaus þessa frauðfroska? Séríslenskum lýðræðislegum vinnubrögðum? Séríslenskum heiðarleika? Hlálegt.
Sverrir Stormsker, 4.5.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.