Tveir heiðursmenn, Hörður og Gísli, eiga þakkir skilið.

Það er stundum talað um hvunndagshetjur í okkar lífi. Oft á tíðum gleymum við því hvað kurteisi og þjónustulund getur skipt miklu máli. Ég hef þurft nú í tvígang í þessari viku að leita á náðir, annarsvegar tölvuþjónustu og hins vegar tæknilegrar aðstoðar hjá Símanum.

Starfsmaður að nafni Hörður Kristinsson hjá Digital tækni sýndi af sér þvílíka þjónustulund og færni í sínu starfi þegar að ég þurfti að fá aðstoð með fartölvu sonar mins, að ég vil bara segja: Takk kærlega fyrir. Um leið og við löbbuðum út úr búðinni/verkstæðinu, segir hann: Ef það er eitthvað, þá komið þið bara.

Starfsmaður að nafni Gísli Freysson hjá tæknideild Símans, sýndi af sér viðlíka þjónustulund, þegar að ég var að hjálpa vinkonu minni við að fínstilla ADSL lykil sem að hún hafði fengið deginum áður. Alveg sama hvaða vandamál komu upp, þá sýndi hann alltaf af sér sömu þolinmæðina og kurteisina. Ég held að við höfum verið í símanum í u.þ.b. klukkustund, allt endaði vel. Þökk sé góðum starfsmanni.

Þessum tveimur heiðursmönnum vil ég þakka fyrir frábæra þjónustu, þeir eiga þakkir skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband