Þreyttar og vannærðar eiginkonur í Óman.

Núna er partý í Óman. Rosa fjör og rosa gaman, eða þannig. Núverandi og fyrrverandi eiginkonur útrásarvíkinganna svokölluðu, eru greinilega komnar í mikla þörf fyrir hvíld og hressingu. 150 þúsunda króna næturgisting á flottu hóteli í Óman, plús matur, vín og annað dekur per mann, með viðeigandi viðbótarkostnaði í 5 sólarhringa. Mikið hljóta þær að hafa verið orðnar þreyttar og vannærðar.

Hvaðan koma þessir peningar? Það skyldi þó ekki vera að þetta séu peningarnir okkar sem að íslensk stjórnvöld hafa ekki fundið neina ástæðu til rukka inn í landið? Þessir menn ganga lausir og Jón Ásgeir meira að segja enn í stjórnunarstöðu í banka!

Evu Joly var vísað á dyr á meðan upp kemst um enn eitt hneykslismálið, nú hjá skilanefndum bankanna. Ég verð bara að segja að maður beið bara eftir þessu. Það var ekki spurning um  hvort, heldur hvenær.

Jóhönnu Sig. finnst engin ástæða til að gera neitt í þessu. Þetta er greinilega allt í þessu fína lagi. Fjölgar ráðuneytum og fyrsti ríkisstjórnarfundurinn norður á Akureyri kostaði hálfa milljón takk!  Var ekki einhverntímann verið að tala um sparnað?

Á meðan þjóðinni blæðir, setjast Jóhanna, Hrannar og ráðuneytisstjórinn yfir kertaljósi síðla dags og ræða í rólegheitum um árangur dagsins. Það er verst hvað er farið að birta mikið, kertaljósið virkar kannski ekki alveg á næstunni.

Hér að neðan má sjá lýsingar úr skemmtiferðinni. Smellið á letur þar til læsilegt letur fæst.

Útrásareiginkonur í lúxusferð - DV 13.5.09

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband