15.5.2009 | 10:22
Drengskaparheit eða hitt þó heldur! - Atvinnuleysisbætur eiga að vera skattfrjálsar.
Í hverju ætli þetta blessað drengskaparheit felist? Hvað ætli standi efst, að vera hollir þjóð sinni, flokknum sínum og/eða sannfæringu sinni?
Svona í leiðinni, nú er búið að slá hugmyndinni um Stjórnlagaþing út af borðinu. Nú á það bara að vera ráðgefandi.........
Síðan tillaga til Jóhönnu Sig. Hvernig væri að láta atvinnuleysisbætur, um 150 000 kr. á mánuði vera skattfrjálsar? Ég vil engin svör á þann veg að þjóðfélagið hafi ekki efni á því.
Úr því að það var hægt að fjölga ráðuneytum, fara á ríkisstjórnarfund til Akureyrar fyrir hálfa milljón og einnig að greiða 54 milljónir á mánuði í biðlaunagreiðslur til ráðherra, þá er hægur vandinn að hafa atvinnuleysisbætur skattfrjálsar.
Það mætti kannski fækka sendiráðunum um 2 eða 3 og hætta fjárans bruðlinu.
Aldrei fyrr hafa jafnmargir nýliðar sest á þing og í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.