Menn afhjúpa sig mismunandi snemma. Borgarahreyfingin afhjúpaði sig á fyrsta degi og tók afstöðu með stjórninni og veikir stjórnarandstöðuna til muna. Var þetta ekki akkúrat þetta sem að við þurftum á að halda?
Gagnrýnir Borgara-hreyfinguna harðlega
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir vinnubrögð Borgarahreyfingarinnar harðlega í nýrri bloggfærslu. Borgarahreyfingin bauð fram með meirihlutanum þegar kosið var í fastanefndir þingsins í dag.
Bornir voru upp tveir listar, listar A og B. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar mynduðu lista A með þingmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna en þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks mynduðu saman B lista.
Einhverjum kanna að finnast það bráðgóð hugmynd að Borgarhreyfingin hafi gengið til liðs við stjórnarflokkana í kjöri um nefndarsetur á Alþingi. Þessi ákvörðun hópsins leiðir til þess að stjórnarandstaðan fær fimm færri nefndarsæti en ella og þar með veikist stjórnarandstaðan sem því nemur í aðhaldi sínu við valdhafana, segir Tryggvi.
Það er rétt að óska Borgarahreyfingunni til hamingju með niðurstöðu þessarar fyrstu atkvæðagreiðslu hópsins á Alþingi þau skiptu á lýðræði og völdum!, segir Tryggvi.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef einhver er tækisfærissinnaður egóisti af embættismönnum þá er það TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON,Kúlulánatakari og fyrrum ráðgjafi Geirs Haarde,og klúðraði öllu sem hægt var að gera,hann laug að þjóðinni með þessum Geir Haarde.Nóg að líta í augu þessa manns og lesa þar út að um MJÖG varasaman mann er að ræða. TRYGGVI ÞÓR veit ekki hvað lýðræði er.Tryggvi Þór Herbertsson,Illugi Gunnarsson , Finnur Ingólfsson og Árni Johnsen, eiga margt sameiginlegt.==TÆKISFÆRISSINNAR.==
Númi (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.