Öskubuskuævintýri Hröfnu.

Það hefur verið gaman að fylgjast með Öskubuskuævintýri Hröfnu í Idol stjörnuleit. Þegar dómararnir voru fyrir löngu búnir að ákveða hver ætti að vinna keppnina, lét Hrafna ekkert slá sig út af laginu og hélt sínu striki.

Selma fór aldrei leynt með aðdáun sína á Önnu Hlín og ég held meira að segja að hún hafi gert henni óleik með öllu þessu lofi. Jón Ólafs var mikill aðdáandi Lísu, líkt og ég, þannig að Hrafna var svolítið að synda á móti straumnum.

Sjálf stóð ég með Georg Alexander og Lísu lengi fram eftir keppni en eftir að þau duttu út, vissi ég hvert ég myndi setja atkvæðið mitt.

Með hógværð sinni, látleysi, yfirvegun  og mikilli og góðri rödd náði hún að heilla þjóðina, til hamingju Hrafna.


mbl.is Fékk tvær milljónir í verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að spauga með þetta?  Það var ekki einn einasti kjaftur í  allri keppninni sem gat sungið staka nótu!  Þvílíkt og annað eins samansafn af hæfileikalausum söngvurum hef ég aldrei séð á ævi minni.

Þeir hefðu átt að hætta með þennan þátt eftir síðustu seríu enda var hún álíka slöpp.  Ameríska Idolið er hins vegar allt annar handleggur....þar kann fólk meiri að segja að syngja!!

Dagbjartur (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband