21.5.2009 | 02:37
Málfarsráðunautur Alþingis óskast!
Svona rétt í byrjun. Sem forfallinn tónlistar- og söngvakeppnaaðdáandi þrjóskaðist ég við að horfa á American-Idol úrslitakeppnina allt til enda. Þess vegna er ég enn vakandi, og er mjög undrandi yfir úrslitunum Ég hélt að Adam Lambart væri búin að negla þetta, þvílíka hæfileika þessi maður hefur á sviði tónlistar.
Nei, mótaðili hans Chris, tók bikarinn. Svona rétt kannski yfir "meðaljóninn" á sviði söngs, en víst mjög hæfileikaríkur í útsetningum og slíku. Bandaríkjamenn hafa greinilega ekki eins góðan tónlistarsmekk og við Evrópubúar. Það vantaði ekki glansið og "sjóið" í kringum þetta allt saman en úrslitin komu að lokum, rétt um 02.00.
En að öðru, Sigmundur Ernir Rúnarsson alþingismaður: Vinsamlegast vertu þér úti um íslenskukennslu sem allra fyrst svo að ég þurfi ekki að hlusta á þig klæmast á íslenskri tungu næstu árin. Já Sigmundur: "Hvers á þjóðin skilið af okkur'", ætti víst að orða eitthvað svona: Hvað á þjóðin skilið af okkur og hvers á hún að gjalda?
Þjóðin á skilið af þér að þú farir á íslenskunámskeið.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 63044
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega sama hugsun datt í minn haus -- og maðurinn endurtók þetta þrisvar sinnum. Hef oft heyrt hann segja "í fyrramál" og sleppa -i. En það er reyndar ekki hægt að segja það villu, við segjum t.d. "á morgun" og er þá í þessum tilfellum þolfall. Hann yrkir ljóð og þeir sem það gera,eru oftast færir í málinu. Ég hentist í orðabók - já ekki bara eina,heldur þrjár og "að eiga eitthvað skilið" getur ómögulega stýrt eignarfalli -eins og sjá má og flestir vita.
Þórunn Sólveig (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.