Austurvöllur fyrr (ja svona í febrúar-mars), og nú.

Var að vafra um netið og fann þá þetta af tilviljun.

Vill einhver segja mér hvað hefur breyst? Er fólk orðið svo vonlaust að það treystir sér ekki lengur í mótmæli eða er það eitthvað annað?

Hvar eru hin svokölluðu óflokkspólitísku samtök eins og þau kalla sig, (eða kölluðu sig) Raddir fólksins, nú niðurkomin?

 

Austurvöllur 14. mars:
Mótmælafundur á Austurvelli 14. mars kl. 15:00.
Frystum eignir auðmanna, afnemum verðtryggingu og færum kvótann aftur til þjóðarinnar.

Laugardagur 14 mars 2009 – Austurvöllur

Mars 12th, 2009

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 14. mars. Þetta er 23. vika útifundanna og 29. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Ræðufólk dagsins er:

  • Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður
  • Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi

Fundarstjóri: Gunnar Sigurðsson

ritstjorn Útifundir

#22 - Laugardagur 7. mars

Mars 10th, 2009

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 7. mars 2009. Þetta er 22. vika útifundanna og 28 mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Frystum eignir fjárglæpamanna
  2. Afnemum verðtrygginguna
  3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar.

Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum.

Í undanfara síðustu stjórnarskipta fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands með kröfu um utanþingsstjórn. Í kjölfarið fengu Íslendingar ríkisstjórn þar sem tveir af tíu ráðherrum, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, eru fulltrúar hugmynda samtakanna. Þessir umræddu ráðherrar eru óumdeildir mannkostamenn með mikla þekkingu á sínum málaflokkum.
<!--[endif]-->

Ræður:

  • Carlos Ferrer, guðfræðingur og kennari
  • Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur

Fundarstjóri: Hörður Torfason

ritstjorn Útifundir

#21 - Laugardagur 28. febrúar

Febrúar 27th, 2009

Samtökin Raddir fólksins standa fyrir 27. mótmælafundinum á Austurvelli laugardaginn 28. febrúar n.k. kl. 15:00. Yfirskrift fundarins er Breiðfylking gegn ástandinu og kröfurnar eru skýrar:

1. Frystum eignir “útrásarvíkinganna”
2. Afnemum verðtrygginguna
3. Færum kvótann aftur til þjóðarinnar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, miðvikudaginn 25. febrúar sl. Tilefni fundarins var að kynna kröfu hreyfingarinnar, um frystingu eigna “útrásarvíkinganna”, fyrir ráðherra.

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið. Ráðherra tók fram að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að frysta eignir “útrásarvíkinganna” og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Ræður:

• Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri
• Heiða Björk Heiðarsdóttir.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband