Hanna Birna og útgáfutónleikarnir.

Í nótt sem leið, bloggaði ég um ferð mína í Íslensku óperuna í gærkvöldi. Endaði færslan á því að bíllinn minn lokaðist inni í bílageymslukjallara Reykjavíkurborgar við Hverfisgötu og Inga systir mín kom mér til minna heima s.l. nótt.

Í morgun hringdi ég í 118 sem að sögðu mér að bílageymsla þessi yrði lokuð í dag en bentu mér samt á ákveðið vaktnúmer hjá Reykjavíkurborg, þar gæti ég ef til vill fengið frekari upplýsingar. Þangað hringdi ég og þar var fullyrt að allt væri opið, ekkert vandamál.

Aftur hafði ég samband við systur mína, tjáði henni vandræði mín og hún brást vel við. Þegar að við mættum á svæðið um 12:40, var enginn mættur á svæðið, en á skilti stóð að á sunnudögum ætti að opna kl. 12:30.

Á staðinn voru mættir 4 útlendingar sem að höfðu lent í sama vandamáli og ég. Þeir skildu ekki neitt í neinu og voru hneykslaðir:" There is no announcement here, it's crazy!" Ég reyndi ekki neitt að afsaka þetta tillitsleysi, til þess var ég allt of reið sjálf.

En, allt er gott sem að endar vel. Eftir að hafa talað aftur við vaktsíma Reykjaíkurborgar kom í ljós að búið var að koma þjónustukerfi Reykjavíkurborgar í gang, (einn útlendinganna hringdi líka) og búið var að gefa grænt ljós á, að leyfa okkur sexmenningunum að taka út bílana okkar. Leigubílstjóri birtist og reddaði okkur, með öll tilskilin leyfi að sjálfsögðu.´

Ég heyrði á útlendingunum að þeir voru hissa að sjá þennan leigubílstjóra redda okkur, en voru engu að síður gífurlega fegnir, líkt og ég og sonur minn.

Hin óborganlega skemmtun Ljótu hálfvitanna endaði sem sagt vel ..... að lokum. 

Gestatónlistarmenn krydduðu kvöldið hjá Ljótu hálfvitunum gífurlega, þar var kvennakór, fiðluleikari, Guðrún okkar Gunnars. og blásturshljóðfærahópur.

Ég má til með að nefna það hér að einn úr hópi "hálfvitanna" Snæbjörn Ragnarsson, er nú tilnefndur til tveggja Grímuverðlauna í flokknum Barnasýning ársins, sem að afhent verða 16. júní. Gangi þér vel Snæbjörn. http://www.griman.is

En á Hvítasunnudegi tókst mér og óþekktum útlendingi að vekja upp stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Ætli Hanna Birna hafi ekki fengið símtal í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband