4.6.2009 | 09:00
Hin breiðu spjótin tíðkast nú. Skattaskjólin í "skjóli" og skilanefndarmenn moka inn.
Heimildirnar hennar Jóhönnu Sig. frá Seðlabanka Íslands virðast vera eitthvað málum blandnar. Hvað skyldi enn vanta mikið inn í gagnagrunninn þar, svo að hægt sé að taka mark á honum?
En þar sem að það er hagstætt fyrir Jóhönnu núna að taka þenna gagnagrunn góðan og gildan, þá gerir hún það að sjálfsögðu. Einhvern veginn verður hún að afsaka þá útkomu sem að mun verða í viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og ASÍ.
Almenningur mun ekki fá neitt í vasann þar, sem að skiptir máli. Skuldir heimilanna eru nefnilega ekki eins miklar og talið var(1) og ríkissjóður er enn verr staddur en ætlað var (2). Þetta sögðu Jóhanna Sig.(1) og Steingímur Joð (2), Georg Bjarnfreðarson okkar Íslendinga, í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.
Já, þau tíðkast nú hin breiðu spjót ríkisstjórnarinnar, gagnvart almenningi í þessu landi. Það á ekkert að fara inn í skattaskjólin Tortola og Caymaneyjar, þó svo að leyfi hafi fengist fyrir því.
Fjárglæframönnum er hér enn hlíft. Það á ekkert að breytast.
Á meðan eru hér fjöldi manna á svokölluðum "skilanefndarmannalaunum" sem að eru víst svona "2007" laun, 2-3 millur á mánuði, þeir senda víst bara inn reikning fyrir "unna vinnu".
Horfði einhver á þáttinn um Evu Joly í gærkvöldi? Og já hvar er Eva Joly, á hún ekkert að fá að gera hér á þessu skeri?
Vandi lántakenda fer vaxandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.