4.6.2009 | 10:25
Steingrímur Joð er ánægður með hvað......? Þjóðarsátt?
Samningur um þjóðarsátt blasir nú við. Þegar Ólafar Ragnar Grímsson, var í minnihlutastjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks 1988 - 91, var samið um slíka "þjóðarsátt". Þjóðarsátt um að þjóðin tæki á sig þann skell sem að þá helltist yfir þjóðina. Þá hafði fólk val.
Sá vandi sem að talað var um þá, var í raun hjáróma mjálm miðað við þann vanda sem að er staðreynd í dag.
Hvernig er hægt að tala um þjóðarsátt nú, þegar að þjóðin hefur í raun ekkert val í því gífurlega atvinnuleysi sem að nú ríkir? Fólk hefur nú því miður ekkert val, með handónýta verkalýðsforystu, og því ræður ríkisstjórnin för.
Á gerbreyttum forsendum, ætlar verkalýðsforystan og launþegasamtökin að láta valta yfir heimilin í landinu. Í gærkvöldi var Steingrímur Joð, alveg gífurlega ánægður með viðræðurnar og leið vel með þetta allt saman. Hvað ætli það þýði nema eitt........?
Óttast hrikalegar uppsagnir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.