Magabólgurnar mínar og mistökin hans Ögmundar.

Það eru allir að fjalla um Icesave málið núna og ég ætla ekki að bæta þar neinu við. Mig langar hins vegar að spyrja hvort að það séu einhverjir þarna úti sem að hafa lent í svipuðu og ég.

Svo er mál með vexti að ég hef þurft að taka inn Nexiumtöflur sem að eru lyf við magabólgum og bakflæði. Þetta hef ég þurft að gera í 7-8 ár. Þó svo að þær hafi verið dýrar, um 5000 kr á mánuði fyrir 28 töflur, þá hefur maður látið sig hafa það, því að þær gerðu sitt gagn.

Nú fyrir nokkru skipti Ögmundur Jónasson þessum töflum út í sparnaðarskyni fyrir Omeprazol Actavis, helmingi ódýrari töflur fyrir þann sem að þarf að nota þetta á annað borð.

Eftir um hálfan mánuð eftir að ég fór að taka þessar töflur inn, fer ég að verða vör við mikla bakflæðisverki og magasviða. Þegar ég fékk tíma hjá lækni hafði ég ekki getað borðað neitt að ráði í eina og hálfa viku, verkirnir að drepa mig og lítill var svefninn.

Þann 25. maí fæ ég síðan tíma hjá heimilislækni sem að sagði mér að það væri heppilegt, að það væru töflur sem að heita Pariet, sem hún sagði að ættu að virka svipað og Nexium, sem að væru á tilboði út maí, meira að segja ódýrara en Nexium. Hún sagðist ekki vita hvað tæki við í júní. 

Ef að eitthvað er, þá eru þessar töflur að virka mun betur en Nexium og þá er nú mikið sagt. (enda hef ég lítið gert annað en að borða síðustu vikuna)

Ef að ég myndi kaupa Nexiumpakka, 28 töflur út úr apóteki gegn lyfseðli í dag, þyrfti ég að borga fyrir þær 18 000 kr.

Mér finnst helv.... hart ef að maður þarf að fara að eltast við tilboð á almennilegum magatöflum til að geta borðað, vera ekki kvalinn, geta sofið og geta tekið þátt í athöfnum daglegs lífs.

Ég veit að ég er ekki sú eina sem að hef lent í þessu, því þætti mér vænt um að heyra frá einhverjum ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband