Athyglisverð umskipti Sigmundar Ernis.

Er ég ein um það en mér finnst þetta svolítið skrítin bloggfærsla mannsins, sem að fyrir kosningar vildi gera allt fyrir þjóðina. Við eigum sem sagt bara að borga og borga........... athyglisvert. Errm

Sigmundur Ernir: „Icesave er gubb“

Sigmundur Ernir segir að Icesave sé gubb.

Sigmundur Ernir segir að Icesave sé gubb. Mynd DV.

Miðvikudagur 10. júní 2009 kl 17:17

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

„Mér líður eins og fálátum föður sem þrífur upp æluna í stofunni. Ælu unglingsins sem kunni sér ekki hóf í gleðinni. Og sá hinn sami, vel að merkja, sefur úr sér dauðann, óáreittur.“ Þetta segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsíðu sinni á Pressunni um Icesave samkomulagið.

Sigmundur segist ekki vera sérstaklega viss um að unglingurinn sé undan sér. Og hvað þá skyldur sér. „En ég er partur af samfélaginu. Samábyrgur fyrir því hvernig það er og hvernig það lyktar. Og þó það sé djöfulli hart að borga annarra manna skuldir, sem aldrei hefur hvarflað að manni sjálfum að stofna til, þá er ég partur af samfélagi. Og það er helvítis ábyrgð. Sérstaklega þegar samfélagar manns gubba á mann,“ segir Sigmundur.

„Icesave er gubb. Það er akkúrat síðasti sjússinn í fyllerínu sem nákvæmlega engar líkur voru á að maginn þyldi. Við spyrjum okkur þess hvort annarra manna samfélög vilji taka ábyrgð á ælunni. Og innst inni vitum við hvert svarið er. Við vitum hverjir standa eftir í birtingu. Í Icesave áttum við færri kosti en tvo. Og varla einn. Dómstólaleiðin er ekki fær, ef engin vill við okkur semja. Það var reyndin. Augnlokaleiðin er ekki fær, því það þýðir útilokun úr Evrópu, innlokun landsins og týndur lykill. Hugnast mönnum að segja upp EES? Og hverfa aftur um 40 ár? Eflaust suma, en ekki fjöldann …“

Sigmundur bætir svo við í bloggfærslu sinni að mest um vert að verða aftur samfélag sem hafi einhverja reglusemi að leiðarljósi. Það megi deila um vexti, lánstíma og aðför. „En um það verður ekki deilt … að það var okkar að þrífa upp æluna. Það samfélag sem geymir sökudólganna er það samfélag sem geymir glæpinn …“    (leturbreytingar mínar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband