Aldraðir, öryrkjar, krabbameinssjúklingar, borgið, já borgið ........

Ætlum við sem sagt bara að þegja.....?   Eftirfarandi er úr frétt RÚV kl. 18.00 í kvöld.

  

Dregið úr niðurgreiðslum lyfja

Dregið úr niðurgreiðslum lyfja

Heilbrigðisyfirvöld ætla að draga frekar úr niðurgreiðslum á lyfjum á árinu og hætta að greiða niður dýr lyf í ákveðnum lyfjaflokkum. Hundruð milljóna króna sparnaður hefur þegar náðst með slíkum ráðstöfunum segir heilbrigðisráðherra.

Þingað er um niðurskurðartillögur í ríkisfjármálum víða. Ríkisfjármálahópur skipaður fulltrúum atvinnulífs, launafólks, ríkis, sveitarfélaga og alþingismanna bæði úr stjórn og stjórnaranstöðu fóru yfir málin síðdegis í dag.

Skattahækkanir verða kynntar á föstudag og eiga þær að skila um tíu milljörðum króna í ríkissjóð á árinu. Þá á að skera niður um tíu milljarða til dæmis með breytingum á bótakerfinu.  (leturbreyting mín)

Meðal þess sem víst er talið er að vörugjald verður hækkað á sælgæti og gosdrykkjum og að hátekjuskattur verði lagður á þá sem hafa meira en 700 þúsund krónur í mánaðarlaun. Einnig er rætt um að tryggingagjald verði hækkað.

Framlög til heilbrigðiskerfisins voru skorin niður um sjö milljarða króna á fjárlögum. Síðan þá hafa allar heilbrigðisstofnanir dregið saman seglin og reynt að halda sig innan fjárlaga. Heilbrigðisráðherra segir góðan árangur hafa náðst og þá hafi breytingar á niðurgreiðslum ríkisins á háþrýsti- og blóðfitulækkandi lyfjum sparað um 200 milljónir króna frá því í marsbyrjun. Reynt verður að hlífa þjónustunni og koma í veg fyrir uppsagnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband