11.6.2009 | 12:16
Þóru Arnórsdóttur á að útiloka frá fréttaskýringum um Icesave- og útrásarvíkingamálið.
Þetta skrifaði ég í athugasemdardálk Láru Hönnu nú áðan, við nýjustu bloggfærslu hennar:
Athugasemdir
Fyrirgefðu Þórkatla, en hvers vegna ætti ég að ráða nokkru um það hvernig Stöð 2 vinnur sína frétt? Grunar að þú hafir ruglað saman stöðvum - RÚV sýndi ekki ramma af Joly í sminki, það var gert á Stöð 2. Nenni nú yfirleitt ekki að velta mér upp úr svona athugasemdum, en fannst rétt að benda þér á þetta. Hefði sent þér tölvupóst sæi ég netfang á síðunni. Ég tók einfaldlega viðtal við Joly og fréttirnar fengu úr því dálítið klipp.
Bestu kveðjur,
Þóra
Þóra Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:59
Sæl, Þórkatla. Ég svaraði þér í athugasemd við færsluna hjá mér - svarið er svohljóðandi:
Þórkatla... Það var Stöð 2 sem sýndi Evu Joly í meiköppi, ekki RÚV.
Og annað... Kastljósviðtalið er tekið í gærdag, það sjáum við á því að tími hefur unnist til að texta það. Fréttastofan vinnur sína frétt út frá viðtalinu, en þar kemur Þóra Arnórsdóttir hvergi nálægt. Kastljós tilheyrir ekki fréttastofunni og starfsfólk Kastljóss hefur ekkert með vinnubrögð fréttastofunnar að gera - og öfugt. Væntanlega hafa þessir aðilar þó samráð og samvinnu ef þurfa þykir.
Ég má til með að hrósa bæði Þóru Arnórsdóttur og Kastljósi. Það átti ekkert Kastljós að vera vegna handboltaleiksins, en Þóra tekur þetta fína viðtal við Evu Joly og aukakastljós er sett á dagskrá vegna alvarleika atburðanna. Þetta er til fyrirmyndar og mætti gera miklu meira af slíku á öllum fjölmiðlum. Vera sveigjanlegri.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 15:26
Lára Hanna: Ef að þú hefur ekki verið að tala um RÚV, þá hef ég misskilið þig og biðst velvirðingar á því. Mér fannst það svolítið ruglandi hvað þú segir þarna í lokin, ýmist RÚV eða Stöð 2, en sjálfsagt er það bara ég sem að orðin rugluð á ósköpunum, það kemur víst fyrir besta fólk.
Í öðru lagi: Minntist ég ekki einu orði á handboltaleik.
Í þriðja lagi: Hældi ég þér Þóra Arnórsdóttir fyrir gott viðtal við Evu Joly, svo að það sé alveg á hreinu.
Í fjórða lagi: Stend ég við það að viðtal Þóru við Steingrím og Sigmund var alveg með eindæmum, þó að það komi þessu máli ekki beint við.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:43
".......alveg með endemum", átti þetta að vera.
Til viðbótar: Það þarf að vanda sig í fréttaflutningi í þessu máli. Það héldu allir í gærkvöld að það væri búið að setja Valtý af, en svo var ekki. Frásögnin hjá Láru Hönnu í lokin var ruglingsleg að mínu mati en svo að ég endurtaki það aftur, er það sjálfsagt bara minn ruglingur. (Samt fylgist ég vel með og vel læs á fréttir yfirhöfuð að ég tel.)
Ef að Þóra nennir ekki lengur að taka einhverjar athugasemdir til sín er hún ekki í góðum málum. Sem fréttaskýrandi í Kastljósi á hún að vera bæði gagnrýnin á sjálfa sig og íhuga vel þær athugasemdir sem að koma fram.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
"Ætla ekki að ræða hér um vinnubrögð Stöðvar 2 í þessu máli, þau eru, eins og þú bendir réttilega á Lára Hanna, alveg furðuleg. Svona hefndarfrétt. Rosalega faglegt, eða þannig.
En hjá RÚV að vera sýna hana í makeuppi í kynningu á viðtalinu, átti greinilega að vera til þess að móta viðhorfið til konunnar, áður en að hún kæmi í viðtal. Það tókst held ég greinilega ekki, miðað við viðbrögð þjóðarinnar við þessu viðtali.
En, að Þóra Arnórsdóttir hafi leyft slíka kynningu á viðtali sínu, eins ágæt og hún var í viðtalinu í gær, er henni til mikillar skammar og ég tel, að það eigi ekki lengur að líðast að hún sé aðalspyrjandinn í útrásar- og Icesavemálinu. Hún fékk sitt tækifæri með Steingrími og Sigmundi á dögunum en hún klúðraði því endanlega með kynningu á Kastljóssþætti gærkvöldsins. Ekki segja mér að hún hafi engu ráðið þar um.
Til skammar!"
Bloggið hennar Láru Hönnu kemur síðan hér að neðan, dæmi hver fyrir sig.
10.6.2009
Eva Joly, réttlætið og fimmta valdið
Stundum er sagt að allt sem þurfi sé pólitískur vilji til að eitthvað sé framkvæmt. Vel má vera að svo sé á stundum, en oft er það ekki nóg. Það þarf vilja fimmta valdsins, embættismanna í opinberum stofnunum og ráðuneytum.
Nú er staðan til dæmis þannig, að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa verið við völd nokkuð lengi. Þeir flokkar hafa reyndar verið við völd stóran hluta síðustu aldar og fyrstu sjö ár þessarar. Sá ósiður hefur tíðkast á Íslandi, og ekki aðeins í opinbera geiranum, að í lykilstöður eru skipuð flokkssystkin, vinir eða venslafólk. Hæfni og menntun kemur málinu yfirleitt ekkert við þótt á því séu eflaust heiðarlegar undantekningar. Líkast til á þetta við alla flokka, en það hefur reynt meira á suma en aðra.
Æ sér gjöf til gjalda. Þessir pólitískt skipuðu embættismenn, og jafnvel nánir vinir fyrri valdamanna, hafa tögl og hagldir í kerfinu. Þeim er í lófa lagið að leggja stein í götu nýrrar ríkisstjórnar þar sem þeim hugnast ekki að aðrir flokkar en þeirra séu við völd. Þannig koma nýir ráðherrar til starfa í ráðuneyti sem er kannski með pólitíska andstæðinga þeirra í lykilstöðum sem hafa allt aðrar hugmyndir en ráðherrann um menn og málefni. Þetta er afleitt kerfi sem verður að breyta. Afnema verður æviráðningar og gera ráðherrum kleift að hafa í kringum sig fólk sem þeir geta treyst.
Þessar hugsanir hafa leitað á mig undanfarna daga og hvort þetta sé ástæða þess að Evu Joly hefur ekkert orðið ágengt í störfum sínum hér. Hún virðist hafa gengið á veggi og orðið fyrir ýmsum hindrunum. Á hana hefur ekki verið hlustað. Þetta er hneisa og skömm. Ég neita að trúa því að stjórnin sem nú situr vilji ekki rannsaka hrun bankanna. Ef þingmenn hafa lagt við hlustir í dag vita þeir að það hefur allt verið brjálað vegna þeirrar stöðu sem Eva Joly er í og orða hennar. Það þarf ekki annað en stikla í gegnum athugasemdir við þessa bloggfærslu Egils Helgasonar og þessa frétt á Eyjunni. Flest annað ber að sama brunni. Nú þarf ríkisstjórnin að vanda sig. Ragna brást skjótt við og skipaði nýjan ríkissaksóknara í málum sem snýr að þessari rannsókn. Nú bíðum við eftir auknu fjármagni í rannsóknina og fleiri saksóknurum eins og Eva Joly bað um. Illugi Jökulsson skrifaði frábært bréf til ríkisstjórnarinnar á blogginu sínu - sjá hér. Ég tek undir hvert einasta orð í þessu fína bréfi Illuga. Hengi líka neðst í færsluna Spegilsviðtal við undirritaða frá því fyrr í kvöld sem á rætur í bréfi mínu til ríkisstjórnarflokkanna - sjá hér.
Ég klippti saman fréttir RÚV og Stöðvar 2 í kvöld um mál Evu Joly. Fréttin á Stöð 2 er stórfurðuleg. Þar talar "fréttakonan" um að "stjórnvöldum sé stillt upp við vegg" og að Joly vilji að "dælt sé peningum í rannsóknina". Tíundað er hver kostnaður af störfum Joly sé við rannsóknina og svo er klykkt út með að Eva Joly hafi neitað viðtali við Stöð 2 í dag. Hljómar dálítið eins og fréttin hafi verið sett upp sem hefnd fyrir það. Hún fór reyndar heldur ekki í viðtal hjá fréttastofu RÚV - bara í Kastljós. Og myndmálið er augljós skilaboð líka. Tveir karlar sýndir ábúðarmiklir við skrifborðin sín með tölvurnar fyrir framan sig. Svo er Eva Joly sýnd í förðun og hárgreiðslu fyrir sjónvarpsupptöku eins og tildurrófa og súmmað inn á rós í vasa. Hvað ætli "fréttakonunni" hafi gengið til? Þetta fannst mér ekki faglega unnin frétt. (leturbreyting mín)