Forkastanlega ummæli Þórs Saari í garð námsmanna.

Þetta er tilvitnun úr nýjustu bloggfærslu Þórs Saari. Alveg forkastanleg ummæli í garð námsmanna. Jæja það var ágætt að þú afhjúpaðir þig tímanlega. Ég var nefnilega rétt að byrja að fá traust á þér en, takk kærlega fyrir mig, eða öllu heldur fyrir hagsmuni námsmanna, eða þannig:

"Það er greinilega mikill baráttuandi í fólki þó ekki væru mjög margir og stemningin var góð.  Það var eftirtektarvert að af um þrjátíu þúsund nemum í framhalds- og háskólum landsins mættu um 15 til 20 til þáttöku í skipulögðum mótmælum stúdenta.  Ekki veit ég af hverju þetta er, en stúdentar virðast bara almennt ekki hafa nokkurn áhuga á heiminum í kringum sig (sem er kannski alveg eins gott) sem ber saman við upplifun okkar úr háskólunum í kosningabaráttunni.  Hugsjónir, réttlætiskennd, sannfæring, sjálfstraust, hvert fór það?  Ég veit það ekki, kannski bara á Dóminós og Skjá Einn."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæl vertu Þórkatla, mig langaði að velta hér upp spurningum sem þú ræður hvort að þú svarar eða ekki.

1. Hví skyldu námsmenn vera undanskildir gagnrýni?
    Eftir að hafa setið nokkra framboðsfundi í pallborði með námsmönnum, bæði í framhaldsskólum og háskólum, þá tel ég það enga spurningu að þar þarf að vekja fólk
    til umhugsunar líka um ástandið og að það er þeirra að berjast fyrir því.
    Það eru um 10.000 nemendur í Háskólunum einum, finnst þér sjálfri ekki verulega athugavert að á skipulögð mótmæli á vegum þeirra mæti aðeins 15 manns?

2. Hvað var það í fari Þórs sem olli því að þú varst byrjuð að fá traust á honum?  Var það ekki einmitt það að hann segir eins og er með alla hluti?

Baldvin Jónsson, 13.6.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband