Íslenska þjóðin hunsar Evu Joly, eina manneskjan sem að vill þessari þjóð vel.

Á maður að hlæja eða gráta? Hvað er eiginlega að þessum manni og hvað er að hjá íslensku stjórnkerfi? Ætlaði Ragna ekki að taka á þessu máli?

Var að hlusta á fréttir Stöðvar 2 og þar var ekki minnst á þetta. Engin tilviljun. Frétt lögfræðinganna um Icesave var ansi aftarlega í röðinni hjá þessari "virðulegu" stöð. Þeir sögðu að við, þjóðin, þyrftum ekki að borga þetta.

Útrásarvíkingarnir eru að stjórna fréttamennsku og boðskap til þjóðarinnar og við ætlum ekki að mótmæla á Austurvelli.

Gerir íslensk þjóð sér ljóst hvað er í húfi? Eva Joly er að reyna að tala við okkur þjóðina og við hlustum ekki. Hvað er að?

Hvernig væri Austurvöllur?

 


mbl.is Valtýr vill ráða Evu Joly
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eva Joly mætti líka mótbárum í hinum málunum sem hún hefur tekið að sér.

Við getum ekki reiknað með að svikararnir sem hafa misst allt úr böndunum styðji þessa ágætu konu.

Við þurfum að nota okkar eigin heila og okkar eigin skoðanir og brjóstvit(sem er réttasta vitið) þegar við erum að taka aftöðu.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2009 kl. 19:26

2 identicon

Sæl Anna Sigriður, ég tek undir allt sem að þú segir. Aftur á móti skilja íslensk stjórnvöld ekkert nema sýnileg opinber mótmæli. Það hefur sýnt sig. Af hverju gerir íslenska þjóðin, eða sá hlutinn sem að hefur tækifæri til þess, þessar kröfur ekki skýrar með því að mæta til fundar á Austurvelli?

Hvað stendur í veginum? Ættum við ekki að þakka Evu Joly fyrir stuðninginn og mótmæla kröftuglega þeirri andstöðu sem að hún mætir frá hendi stjórnvalda og þeirra fáranlegu athugasemda sem að hún fær frá Valtý Sigurðssyni?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:34

3 identicon

Ég er alveg á sama máli og þið.  Málið er það að ríkisstjórn, að stórum hluta, og fólkið í landinu er orðið svo andlega þreytt  og sljóleikinn er algjör, þreytan og uppgjöf er á næsta leiti.  Ég finn hræðilega til með íslendingum og skil vanmáttinn sem ræður ríkjum.  Það eru sterk öfl sem ráða á Íslandi núna.  þau eru ekki tilbúin að sleppa takinu á þjóðinni.  Það versta er að þessi öfl ná langt inn í raðir þeirra sem við héldum að væru laus við það.

J.þ.A (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:47

4 identicon

Vel ad ordi komist hjá ykkur öllum.  Mjög gódur pistill og mjög gódar athugasemdir!!  SAMMÁLA!!!

rolf (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:50

5 identicon

Anna Sigríður, hvernig væri ,,að nota þinn heila", og ,,brjóstvit", til að standa með Evu Joly, safna liði, og halda niður á Austurvöll og mótmæla framkomu Valtýs ,,Exista" Sig., vanhæfs Ríkissaksóknara, við Evu Joly, og ennfremur stilla Valtý ,,Exista" Sig. upp við vegg, og knýja hann, með öllum tiltækum ráðum, til að segja af sér sem Ríkissaksóknari. Ef þessari beiðni minni til þín, Anna Sigríður, og ennfremur til íslensku þjóðarinnar verður ekki framfylgt, þá mun ég ekki blogga einn einasta stafkrók hér á Moggablogginu, fyrr en Valtýr Sig. segir af sér Ríkissaksóknaraembætti!!!

Jóhann Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 19:56

6 identicon

Ragna tilheyrir líka mafíunni. Hvers vegna heldur þú að hún hafi dregið málin í átta mánuði? Hún er ekki að vinna að almannahagsmunum, hún vinnur fyrir forréttindaklíkuna, enda úr innsta hring Björns Bjarnasonar.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband