Kannski munu útrásarvíkingarnir einhverntímann þurfa áfallahjálp? Jæja farin niður á Austurvöll.

Jæja þá vitum við það. Sigurður, varstu ekki einhverntímann að vinna fyrir Stöð 2.? Einhvernveginn minnir mig það. Mikið hljóta mörgum "útrásarhetjum" og misyndismönnum  í bankakerfinu að líða illa núna.Devil  Þeir eru greinilega skíthræddir. HappyAngry En allavega skundum á Austurvöll, best að leggja í hann.

Vísir, 13. jún. 2009 10:21

Eva Joly lítur á alla bankamenn og útrásarvíkinga sem glæpamenn

mynd
Sigurðru G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. MYND/Pjetur

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður skrifar grein á Pressuna í dag undir fyrirsögninni, She ain´t a Jol(l)y good fellow, en þar fer hann mikinn í umfjöllun um ráðgjafa sérstaks saksóknara Evu Joly. Sigurður segir hana hafa verið kostaða hingað til lands af Agli Helgasyni og fleirum til að spjalla um bankahrunið. Þjóðin hafi heillast af málflutningi hennar sem og ríkisstjórnin sem hafi ráðið hana til starfa.

„Engar sérstakar fréttir hafa borist af ferðum hennar hingað fyrr en í þessari viku. Þá brá svo við að hún hótaði að hætta ráðgjöf sinni, nema ríkissaksóknari, Valtýr Sigurðsson, segði af sér eða stjórnvöld settu hann af," segir í grein Sigurðar.

Sigurður segir að væntanlega hafi dómsmálaráðherra brugðið nokkuð við að heyra þessa kröfu Joly, enda þekki ráðherra mæta vel reglur um lögkjör ríkissaksóknara og hvað þurfi til að koma honum úr embætti. Þar dugi ekki upphrópanir einar, líkt og Joly hin nýja íslenska gyðja réttlætisins virðist halda.

„Vonandi hefur dómsmálaráðherra tekist að fræða Joly um stöðu ríkissaksóknara í íslenska stjórnkerfinu á fundi þeim sem hún og hinn sérstaki saksóknari áttu með henni daginn eftir hið makalausa Kastljósviðtal. Sé framganga Joly í þessari viku hins vegar vitnisburður um vinnulag hennar er best fyrir dómsmálaráðherra að losa sig við hana sem fyrst svo rannsókn hins sérstaka saksóknara á málum tengdum bankahruninu ónýtist ekki," skrifar Sigurður.

Hann bendir á að íslensk refsivarsla hafi áður leitað til erlendra hjálparkokka við rannsókn flókinna sakamála með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa einstaklinga.

Þá segir hann að af orðum Evu að dæma séu allir íslenskir bankamenn og útrásarvíkingar sekir um ýmis konar auðgunar- og fjármunabrot, sakborninga þessarar sé í raun að sanna sakleysi sitt en ekki ákæruvaldsins að sanna sekt þeirra.

„Lögfræðingar, sem leyfa sér að andmæla vinnulagi því sem Joly vill að hinn sérstaki saksóknari viðhafi, eru af hennar hálfu afgreiddir sem leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars. Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á, er af þjóðinni runnin?"

Grein Sigurðar má sjá hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband