Siggi G. Guðjóns........ Sigurjón Árna og já Eva Joly...................!

Jæja Siggi Guðjóns, þetta er sem sagt allt í þessu fína lagi. Hefur þú efni á  því að sverta starfsheiður Evu Joly? Spurning? Gasp

Segir lánið bera merki um misnotkun á aðstöðu

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lánaði sjálfum sér 40 milljónir króna á 3,5% vöxtum úr lífeyrissjóði í sinni eigu.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lánaði sjálfum sér 40 milljónir króna á 3,5% vöxtum úr lífeyrissjóði í sinni eigu.

Laugardagur 13. júní 2009 kl 15:50

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

  • Atli Gíslason segir kjörin langt undir þeim vöxtum sem öðrum stóð til boða.

    Atli Gíslason segir kjörin langt undir þeim vöxtum sem öðrum stóð til boða.

Á netinu gengur nú veðskuldabréf í nafni Sigurjón Þ. Árnasonar fyrrverandi bankastjóra Landsbankans þar sem hann virðist vera að fá 40 milljón króna lán frá Nýja Landsbankanum þann 20. nóvember í fyrra á 3,5% vöxtum. Hins vegar segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, sem er höfundur skjalsins, að það sé ekki það bréf sem sé í gildi og lánið sé ekki tekið hjá Nýja Landsbankanum heldur lífeyrissjóði í einkaeigu Sigurjóns sem sé í vörslu Landsbankans. Sigurjón hafi því lánað sjálfum sér 40 milljónir króna á 3,5% vöxtum með veði í hans helmingi húseignar Sigurjóns og eiginkonu hans að Granaskjóli 28.

Þetta segir Sigurður G. í samtali við dv.is í dag.

Á þessa peninga sjálfur
Athygli vakti að í upphaflega skjalinu sem er í umferð á netinu stendur að fjöldi afborgana sé ein þann 20. nóvember 2009 en vextir reiknist frá 20. Nóvember 2028. Lánið myndi því í raun ekki bera neina vexti.
Sigurður G. segir að skjalinu hafi verið þinglýst áður en mistökin uppgötvuðust. Skjal sem leiðréttir mistökin hafi einnig verið þinglýst. Í því standi að lánið sé greitt með einni afborgun 20. nóvember 2028 og það beri vexti frá 20. nóvember 2008 í stað 2028. Skilmálabreytingin hafi verið gefin út 3. desember.

Þrátt fyrir að vera að lána sjálfum sér, með veði í eigin húsnæði, greiðir Sigurjón 3,5% vexti. Aðspurður hvort hann telji ekkert óeðlilegt lán sem þetta segir Sigurður: „Hann á þessa peninga sjálfur.“

Mistnotkun á aðstöðu
Atli Gíslason, lögmaður og þingmaður Vinstri grænna, segir í samtali við dv.is að tímalengd lánsins sé furðu löng sem og langt undir þeim vöxtum sem öðrum stóð til boða á sama tíma.

„Tímalengd lánsins er ótrúlega löng. Þetta ber öll merki um að vera misnotkun á aðstöðu. Þetta er langt undir þeim vöxtum sem öðrum stóð til boða á sama tíma,“ segir Atli Gíslason, lögmaður og þingmaður Vinstri Grænna.

Endastafir félaga í Lúxemborg
Samkvæmt veðskuldabréfinu er kröfuhafinn Fjárvörslureikningur3 NBI hf. SA sem er í eigu Sigurjóns sjálfs. Athygli vekur að félagið hefur endastafina SA en félög í Lúxemburg hafa það einkenni. Sigurður segir þó að lífeyrissjóðurinn sé ekki staðsettur í Lúxemborg heldur Landsbankanum í Austurstræti.

Sigurður G. Guðjónsson vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og vísaði á Sigurjón Þ. Árnason.

Enginn einn aðili getur átt lífeyrissjóði
„Það getur enginn einn aðili verið eigandi að íslenskum lífeyrissjóði. Það fellur ekki að íslenskum lögum,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða.

Fyrrverandi forstjóri lífeyrissjóðs sem DV ræddi við sagðist ekki þekkja nein fordæmi fyrir því að einstaklingar hérlendis hafi átt lífeyrissjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband