Hvað er betra en bóklestur í góðu tómi?

Ég var alin upp á heimili þar sem bókmenntir og tónlist var í hávegum haft. Það lá við að með móðurmjólkinni drykki maður í sig ljóð Einars Ben, Tómasar Guðmundunsson og Steins Steinarrs. Eins ólíkir og þeir eru að öllu leyti, þá eru þeir allir mín eftirlætisljóðskáld.

Magnús Ásgeirsson, einn besti ljóðaþýðandi sem að þjóðin hefur átt, ljóðaþýðingarnar hans eru reglulega á sófaborðinu mínu.

Ég verð að viðurkenna að frá því að ég var unglingur hefur skáldsagnalestur aldrei verið í miklu eftilæti hjá mér, en það kemur fyrir að ein og ein detti á náttborðið mitt. Sem barn og unglingur las ég svo margar skáldsögur að ég eiginlega fyllti kvótann.

Grámosinn glóir er með betri skáldsögum sem að ég hef lesið, söguleg skáldsaga. Og svo les maður eina og eina eftir Arnald svona til þess að fylgjast með...........

Bestu ævisögur sem að ég hef lesið eru bækurnar  "Bíbí" um Bíbí "okkar "Ólafsdóttur. Ótrúleg kona þar á ferð og bókin Hvað er bak við myrkur lokaðra augna - sjálfsævisaga Yoga eftir Paramhansa Yogananda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband