15.6.2009 | 09:33
Helga á Engi (færsla 2)
Og önnur minningargrein um þessa merku konu, sem að framan af ævi sinni lifði við sult, seyru og þrældóm. Stórbrotin manneskja.
Helga Larsen Engi - Minning Fædd 14. maí 1901 Dáin 18. apríl 1989 Helga Larsen
Helga Larsen Engi - Minning Fædd 14. maí 1901 Dáin 18. apríl 1989 Helga Larsen bóndi að Engi v/Vesturlandsveg er látin áttatíu og sjö ára að aldri. Bóndatitilinn hefir hún borið með sæmd í rúm
50 ár en mjög var það óalgengt á þeim tíma að konur ræktu það starf einar. Henni varð þó ekki skotaskuld úr því fremur en öðru sem hún tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni.
Helga var Árnesingur í ættir fram og ólst upp í Tungunum en fluttist til Reykjavíkur um tvítugsaldurinn. Þessi kafli í lífi hennarer mér ekki vel kunnur en það er rakið í bók Gísla Sig. um Helgu. Hún giftist í Danmörku og eignaðist 3 börn en missti mann sinn 1937 og eitt barna sinna seinna. Hún hóf búskap að Hjalla í Sogamýri um þetta leyti og bjó þar í 15 ár. Árið 1952 fær hún jörð og flytur að Engi í Mosfellssveit og þá var Helga glöð og hamingjusöm, því þetta hafði lengi verið hennar draumur sem nú hafði ræst. Vel fór á með henni og nágrönnum, þeim Ólafi á Reynisvatni, Þorgeiri í Gufunesi og fólkinu á Keldum og Grafarholti sem að vísu voru að lögum í um dæmi Reykjavíkur en töldi sig alla tíð Mosfellinga og voru í Lágafellssókn, í Mosfellssveit. Þetta fólk sótti ekki aðeins kirkju sína uppeftir heldur voru börnin í skóla þar og eldra fólkið sótti öll sín menningar- og félagsmál í Mosfellssveitina. Heimamenn í Mosfellssveitinni tóku Helgu fagnandi með hinum þar neðra, í suðursveitinni.
Ég kynntist þessari konu nánast um leið og hún kom að Engi, enda höfðum við sameiginleg áhugamál og ekki ósvipaðan búskap þó kannske mætti finna einhvern mun á því. Helga var hestakona sem bæði fór í stuttar ferðir heimanað og einnig í lengri ferðir með hestamönnum bæði úr Fák í Reykjavíkog Herði. Þá tók hún miklu ástfóstri við Karlakórinn Stefni í Kjósarsýslu en þeir félagar fá nú tækifæri til þess að heiðra minningu hennar með söng yfir moldum hennar við jarðarförina að Lágafelli í dag.
Hún Helga var engin meðalmanneskja en hún bjó að sínu og með sínu fólki. Framanaf með kýr og kindur, en þó aðallega hænsnin og blessaða hestana sína sem hún kallaði dýrlinga sína og vini. Skapgerð Helgu var nokkuð mótuð af misjöfnu atlæti frá æskudögum en mjög talaði hún vel um fólkið á Vatnsleysu og á Fossi í Biskupstungum. Hún sætti því erfiða hlutskipti að alast upp munaðarlaus en lýsingar hennar á vor og sumardögum í sveitinni sem ól hana var óður til hins gróandi lífs og mildi himna föðurins. Hinar björtu hliðar lýstu minningarnar, en hinar lakari firnt ust fyrr og því minna á það minnst.
Bestu hátíðisdagar Helgu voru á árunum þegar Fákskonur fóru hina árlegu hópreið til hennar þá fylltist húsið og þá fylltist hjarta hennar af gleði og hamingju. Þetta voru dýrðardagar. Ég kom einu sinni af tilviljun ríðandi í hlað í Engi er slík heimsókn stóð yfir en karlar héldu sig yfirleitt annarsstaðar þennan dag. Með mér var drengur sem vildi gjarnan gleðja húsráðanda en þettavar drengjasöngvarinn Róbertínó hinn ítalski. Drengurinn stóð við sitt og söng eitt lagið sitt í eldhúsinu fyrir Helgu og þá sem þar voru staddir við mikinn fögnuð. Hann skrifaði að lokum nafn sitt í gestabók heimilisins og þótti þessum suðræna dreng kvennafansinn og hestafjöldinn hið merkilegasta fyrirbæri.
Fyrir nokkrum árum veiktist Helga alvarlega og náði sér ekki eftir það. Hún bar sinn kross en þótti mikið á sig lagt en kvartaði ekki. Hún undi sér í skjóli barna sinna og bjó hjá Katli einkasyninum og hans ágætu konu. Dóttir hennar Ingibjörg á alnöfnu ömmu sinnar litlu Helgu sem var augasteinn hennar og eftirlæti í ellinni. Helga litla var ekki gömul er amma lét henni í té góðan hest og gladdist gamla konan yfir góðum árangri hennar í umgengni við hestinn.
Síðustu árin voru Helgu á Engi allþungbær einkum það að þurfaað hætta búskapnum því áhuginn og kappið var óbilað.
Nú þegar almættið hefir kallað Helgu til sín á annað tilverustig sem hún reyndar hafði beðið eftir, er henni þakkað fyrir samveruna og allt sem hún gerði vel samferðamönnum sínum. Helga bóndinn á Engi var hvergi smá í sniðum og henni fylgja nú góðar óskir og þakkir frá hinum fjölmörgu vinum sem hún eignaðist á lífsleiðinni.
Ástvinum og öðrum aðstandendum er vottuð samúð við fráfall hennar. Minningin lifir.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.