17.6.2009 | 13:21
Framlengdur Svavar.............. með framlengingarsnúru.
Er ekki annars dóttir hans í ríkisstjórn? Engir hagsmunaárekstrar þar á ferð..........?
http://www.eyjan.is
Framlengdur fyrir vel unnin störf
Orðið á götunni er að Svavar Gestsson, sendiherra og formaður íslensku samninganefndarinnar í Icesave deilunni, hafi valdið nokkrum titringi í utanríkisþjónustunni þegar hann fór fram á að skipunartímabil hans yrði framlengt. Taldi hann ekki annað sanngjarnt eftir fórnfúst starf í þágu þjóðarinnar í erfiðum Icesave-viðræðum, einsog einn starfsmaður utanríkisráðuneytisins hafði á orði á götunni.
Nokkuð er síðan ákveðið var að Svavar hætti sem sendiherra nú í sumar, enda rýfur hann nú 65 ára múrinn sem jafnan hefur verið hámarksaldur sendiherra á erlendum pósti.
Orðið á götunni er að ekki hafi aðeins verið búið að kalla Svavar heim frá Danmörku, heldur hafi líka verið búið að tilnefna eftirmann hans. Orðið á götunni er að næsti sendiherra í kóngsins Köben verði Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í alþjóðamálum, en hann er sendiherra í láni í forsætisráðuneytinu.
Orðið á götunni er að Svavar Gestsson hafi gert prótókollstjórum billt við þegar hann bað Össur Skarphéðinsson að framlengja dvöl sína í Kaupmannahöfn fram yfir á næsta ár. Orðið á götunni er að utanríkisráðherra hafi ekki átt nokkurn annan kost en að verða við bón allaballans fyrrverandi, enda sá síðarnefndi verið formaður samninganefndarinnar í skjóli formanns VG og þarf Össur síst á því að halda að rugga samskiptum við VG, nú þegar enn ríkir óvissa um framgang ESB-umsóknar Íslands
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.