17.6.2009 | 19:20
Við erum komin í Sovétástand fjölmiðlastarfs.
Hvaða hagsmunaaðilum er þessi hagfræðiprófessor að þjóna? Hvað eftir annað kemur hann fram í ljósvakamiðlunum og segir að þetta sé allt í þessu himnalagi.
Stöð 2 er Baugsmiðill og RÚV framlenging af VG og Samfylkingu, ekki við góðu að búast.
Þjóðarbúið ekki á hliðina
Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.
Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna. Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.
(leturbreytingar mínar)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 63059
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.