19.6.2009 | 22:23
Er Jónas í hvalnum?
Áður hefur Jónas sýnt af sér svo miklar þversagnir í sambandi við Jón Kaldal og Evu Joly í bloggi sínu að það er með endemum og svo bætist þetta við. Jónas Kristjánsson er sem sagt núna í pínulitlum vandræðum:
Jónas Kristjánsson í gær ...............
18.06.2009
"Hóflegar skattahækkanir
Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar eru hóflegar og sanngjarnar. Beztur er 15% fjármagnstekjuskatturinn, sem var alltof lágur, 10%, lægri en annars staðar. Raunar hefði mátt hækka hann enn frekar. Næstbezt er tryggingagjaldið, því að það fer í atvinnuleysisbætur og vangreiðslur launa. Hálaunaskatturinn er fyrst og fremst táknrænn, réttmætur sem slíkur, en gefur lítið af sér. Hann miðast við 700.000 krónur, sem er skynsamari viðmiðum en lægri tölur, er áður voru nefndar. Ástandið í samfélaginu krefst skattahækkana. Þær ná þó tæpast því marki að vernda beinagrindina af velferðarkerfinu. Eru of litlar."
19.06.2009
"Öfugi endinn
Auðvitað þarf að skera niður hjá öldruðum og öryrkjum eins og öðrum. En að byrja á þeim hlýtur að teljast öfugur endir. Fyrst á að hefja markvissar og sýnilegar aðgerðir gegn hagsmunum Björgólfs Thor Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, eigendum IceSave, svo og útrásarvíkinga, sem hafa komið fé undan til skattaparadísa. Stjórnin hefur ekki sýnt einbeittan áhuga á að koma lögum og réttlæti yfir þá, sem ollu tjóninu. Áhugaleysið sker í augu og eyru, þegar við sjáum og heyrum aðgerðir hennar gegn fátæklingum. Linnulaust blaður um samstöðu þjóðarinnar er til lítils meðan skúrkarnir njóta verndar."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.