Ályktun Öryrkjabandalags Íslands í dag. Lágtekjuskattur.

Ályktun ÖBÍ 19. júní 2009

19.6.2009

Öryrkjabandalag Íslands mótmælir þeim kjaraskerðingum sem koma fram í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum, þar sem lagðar eru auknar álögur á öryrkja í formi „lágtekjuskatts“, sem taki gildi 1. júlí næstkomandi.

Ríkisstjórn sem ætlar að slá skjaldborg um heimilin í landinu verður að gera sér grein fyrir að öryrkjar reka heimili líkt og þorri landsmanna og þurfa að taka á sig auknar byrðar vegna vaxandi kostnaðar við heimilishald. Öryrkjar eru þar að auki með aukinn lyfja- og lækniskostnað ásamt öðrum aukakostnaði sem hlýst af fötluninni eða langvarandi veikindum.

Það er ólíðandi að höggva stöðugt í sama knérunn með „lágtekjusköttum“, sem í sumum tilfellum er hærri í prósentum en væntanlegur hátekjuskattur. Minnt er á að elli- og örorkulífeyrisþegar urðu fyrir allt að 10% skerðingu á bótum almannatrygginga í janúar sl. Svo virðist sem að lífeyrisþegar verði að taka á sig hlutfallslega meiri fjárhagslegar álögur en aðrir landsmenn. Hvað varð um yfirlýsinguna um að snerta ekki tekjur undir 400 þús. kr. á mánuði? Gilda önnur lögmál um öryrkja og ellilífeyrisþega?

Bág staða þeirra sem treysta verða á hið opinbera til framfærslu er nógu erfið fyrir og því má ekki auka á þann vanda með lægri ráðstöfunartekjum. Slíkar aðgerðir leiða ekki til sparnaðar fyrir ríkið heldur verður til aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu og félagsmálakerfi sveitafélaganna.

Jafnframt er það hreint siðleysi að lækka mánaðartekjur lífeyrisþega með 10 daga fyrirvara eins og nú er lagt til.

Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að ríkisstjórnin dragi til baka þessi áform sín og leiti annarra leiða til að ná fram sparnaði í ríkisfjármálunum.

Öryrkjabandalag Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband