19.6.2009 | 22:54
Michael Hudson: „Þetta er ótrúlegt afsal á fullveldi"
Michael Hudson: Þetta er ótrúlegt afsal á fullveldi"
"Þetta er ótrúlegt afsal á fullveldi," segir Michael Hudson, rannsóknarprófessor í hagfræði við Missouri-háskóla, um Icesave-samkomulag íslenskra stjórnvalda við bresk og hollensk yfirvöld. Hann gengur svo langt að segja að breskir samningamenn hafi haft þá íslensku að fífli og hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands í framhaldinu.
Það eru engin lög innan Evrópusambandsins sem kveða á um að Ísland þurfi að gera þetta. Bresku samningamennirnir höfðu þá íslensku einfaldlega að fífli með því að gera ríkið ábyrgt fyrir skuldum í einkageiranum, ábyrgð sem Íslendingar geta engan veginn staðið undir. Mögulega þyrftu fimmtíu þúsund fjölskyldur að flytja úr landi til að ná því svokallaða jafnvægi sem bresk og hollensk yfirvöld krefjast, segir Hudson í samtali við DV.
Hann telur að gífurlegur niðurskurður ríkisútgjalda hér á landi þurfi að koma til á næstunni. Hudson nefnir Lettland sem dæmi í þessu sambandi en Lettar tilkynntu nýverið um gríðarlegan sparnað í ríkisfjármálum til að forðast þjóðargjaldþrot, auk þess sem þeir tryggðu sér neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu.
Fjölmargar fjölskyldur munu þurfa að eyða öllum sínum sparnaði og loks missa heimili sín. Fjöldi starfa tapast. Allt til einskis. Þessar fórnir eru ekki nauðsynlegar. Ísland þarf færan sérfræðing í alþjóðalögum, eða einfaldlega einhvern sem er vel að sér í því hvernig samningaviðræður í viðskiptum á alþjóðavettvangi ganga fyrir sig. Spurningin er, verður Ísland sjálfstætt eður ei?
Hudson er Íslendingum að góðu kunnur en hann kom fram í Silfri Egils í apríl þar sem hann hvatti landsmenn til að borga ekki þær erlendu skuldir sem útrásarvíkingarnir komu landinu í. Það kemur því kannski ekki á óvart að honum mislíki Icesave-samkomulagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.