Þjóð í miklum viðjum hugarfarsins..............? Mikið hlýtur Jóhanna að vera ánægð núna!

Hvar er allt fólkið? Við ætlum sem sagt að borga Icesave, láta Jóhönnu og co. svíkja okkur, lækka bætur og minnka réttindi örorku - og ellilífeyrisþega og lækka barnabætur.

Fyrst og fremst kemst þetta fólk upp með að láta forréttindastéttina og útrásarglæsimennin maka krókann og lifa í vellystingum praktuglega á meðan við hin missum húsnæði, bíla og getum varla tekið út lyfin okkar.

Það vaknar kannski einhver um næstu mánaðarmót....... kannski.....?

Mikið hlýtur Jóhanna að vera ánægð núna. Það eru engin óánægja í gangi, það mæta svo fáir á Austurvöll.

Um 100 manns á Austurvelli

Um 100 manns eru nú á Austurvelli á útifundi Radda fólksins. Allt hefur farið vel fram og enginn verið til vandræða.

Um 100 manns eru nú á Austurvelli á útifundi Radda fólksins. Allt hefur farið vel fram og enginn verið til vandræða. Mynd Róbert Reynisson.

Laugardagur 20. júní 2009 kl 15:20

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Um 100 manns eru nú á Austurvelli þar sem Raddir fólksins halda útifund. Að sögn lögreglu hefur allt gengið vel og enginn verið til vandræða. Fundurinn í dag er þrítugasti útifundur Radda fólksins en sá síðasti var haldinn þann 14. mars.

Kröfur Radda fólksins eru eftirfarandi:

1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðumenn dagsins eru þau Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna og Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari. Fundarstjóri er sem fyrr Hörður Torfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband