21.6.2009 | 16:16
"Smáfuglarnir" kvaka með vinstri stjórn við völd.
Ég verð að segja að ég er gersamlega hætt að skilja. Menn ganga hér fram og láta greipar sópa um íslenska bankakerfið, bankakerfið hrynur og svo. frv. og svo frv., við þekkjum þessa sögu.
Fólk æsir sig á netheimum, á ekki til orð, guð minn almátttugur, svei þér Björgólfur, Jón Ásgeir, Sigurjón, Hannes og allir hinir. En hvar er þetta fólk sem að æsir sig sem mest á netheimum, þegar að til á að taka? Ekki niður á Austurvelli svo mikið er víst.
Hvert spillingarmálið kemur upp, í tengslum við Landsbankann, menn á ofurlaunum hjá skilanefndum bankanna sem að skilar engum árangri, en bara bruðl fyrir íslenskan almenning. Katrín Jakobsdóttir ræður sér fjárglæframann sem ráðuneytisstjóra.
Upphrópanir um að hér sé um nýjan Versalasamning að ræða. En hvar er fólkið með allar þessar upphrópanir? Ekki niðri á Austurvelli svo mikið er víst.
En elli - og örorkulífeyrisþegar þessa lands skulu fá að blæða svo mikið er víst. En hvar er þetta fólk sem að æsir sig sem mest á netheimum um þetta mál? Ekki niðri á Austurvelli svo mikið er víst.
Það vill svo til að Jóhanna og co. sitja ekki agndofa yfir bloggi á netmiðlum, þeim er alveg andsk..... sama um það. Það eina sem þau skilja er lífstakturinn á Austurvelli sem að á ekki að sýna þeim neina miskunn.
En það spilar víst eitthvað inn í núna að að það er vinstri stjórn við völd, hún má víst fara með fjölskyldurnar á kaldan klaka og fullveldi út í ystu myrkur. Já það er vinstri stjórn við völd og "smáfuglarnir" kvaka á netheimum.
Já, svona er Ísland í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ljóst að Alþingi getur ekki starfað í þeirri mynd sem það gerir núna. Við getum ekki haldið áfram að nota Lækjartorgið og Austurvöll sem starfsvettvang undir heigulshátt og mannréttindabrot , stjórnarfarslega spillingu , sukk , svindl og svínarí.
Við verðum að rífa niður Alþingishúsið , koma fyrir í stað þess gróðurhúsi og endurreisa hið forna Alþingi að Þingvöllum.
Ég hef þegar bent Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra á þá staðreynd að Alþingi sé í dag óstarfhæft í sinni núverandi mynd. Það hlýtur því hver heilvita maður að sjá að stofnun sem virðir ekki grundvallar mannréttindi , svo sem t.d. réttinn til einkalífs og rétt til mannsæmandi kjara , getur ekki leikið lausum hala á meðann verið er að rannsaka hneykslismál. Alþingi getur ekki verið stórkostlegt þjóðfélagslegt vandamál sem ógnar lífi og limum og heilsu bænda og aldraðra og öryrkja um ókomna tíð.
Það verður að rífa niður gamla Alþingishúsið og endurbyggja það svo við Árbæjarsafn eða flytja það einfaldlega þangað. Hús sem veldur reiði og ótta og hræðslu og kvíða og vanlíðan og ógæfu hjá öllum sem koma nálægt því er niðurrifshæft , svo einfalt er það. Hús sem gerir alla starfsmenn , þingmenn og ráðherra sem fara inn í það að aumingjum vegna nærveru þeirra í því getur ekki talist til annars en niðurrifshæfs fyrirbæris. Minnumst mannsins sem fékk nóg og réðst á lögregluna. Minnumst nútímavæðingarsinnanna sem settu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks af. Minnum Alþingi á að það hafi enga getu til þess að skipta sér af málum sem því finnst að sé því ofvaxið - ef við getum það þá gerum við það sjálf en svo lengi sem að Alþingi verður áfram við störf á meðann að IceSave hneykslið er rannsakað hefur ávöxtur janúarbyltingarinnar ekki enn byrjað að vaxa. Við getum ekki látið ráðherra segja okkur fyrir verkum meira því að við erum fullorðið fólk , og borgið ekki skatta sem þið viljið sjálf ekki borga - látið frekar þetta fólk borga ykkur skatta sem þið svo rukkið það um. Þar með eru skattavandamálin leyst. Eða viljið þið að Alþingi verði áfram skattaparadís fyrir byggingarverktaka og fjárglæframenn?
Þessu er lokið með Alþingishúsið sem er á Austurvelli - við vitum öll og enginn veit það betur en þeir sem í því vinna að tími þess er liðinn. En hvað varðar efnahagslega framtíð íslensku þjóðarinnar er ég bjartsýnn - vandinn er bara sá að það eru ekki nógu margir með nógu mikil læti til þess að geta tryggt örugglega að framtíð þjóðarinnar sé bjartsýn á efnahagslega vísu. Það er ekki vinstri stjórn eða hægri stjórn við völd sem slík - heldur einfaldlega stjórn. Og ef þið viljið breyta því hvernig það fyrirbæri starfar þá verðið þið að gera það með valdbeitingu - þ.e. að svipta Alþingi löggjafar , framkvæmdar - og dómsvaldi með allsherjar kröfu , og setja Íslandi úr NATO og EES og Sameinuðu Þjóðunum.
Svo hættum við frekara bulli um ESB og förum að einbeita okkur þess í stað að myndun okkar eigin bandalags - Norðurskautsbandalagsins.
Ásgeir Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.