24.6.2009 | 15:53
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður nátengd Exista.
22. júní 2009
Stund sannleikans rennur upp
Jóhann Hauksson
Í viðtalsþáttum sínum við Davið Frost viðurkenndi Richard Nixon að hann hefði ekki farið að lögum, að hann hefði stundað yfirhylmingar. Hann hefði haft alla á móti sér og barist á mörgum vígstöðvum í einu; í Víetnam, í þinginu, við fjölmiðlana...
Nixon sagði af sér sem bandaríkjaforseti í kjölfar Watergate hneykslisins. Frost taldi hann á að ræða við sig í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru nokkrum mánuðum síðar.
Nýleg kvikmynd um Nixon v. Frost færir okkur heim sanninn um það, hversu mikilvægt það er fyrir blaðamenn að styðja málflutning sinn með sannreynanlegum og haldbærum gögnum. Frost og aðstoðarmenn hans sýndu fram á að að Nixon vissi fyrr en ætlað var að menn hefðu brotist inn og snuðrað í höfuðstöðvum demókrata.
Frost náði taki á honum.
Spurningin er nú hver verður í sæti Nixons þegar íslenska bankahneyklsið verður upplýst.
Aðalatriðið er að upplýsingar eigi greiða leið að borgurunum, því hættan sem að þeim steðjar í nútímanum er fólgin í slagorðum, fullmatreiddum hugsanabrautum og hópskoðunum. Gegn þeim teflum við gagnsæinu. Með upplýsingar að vopni og nokkurri þjálfun hefur sérhver maður forsendur til þess að greina á milli þess sem unnt er að sannreyna og hins sem aldrei verður sannað. Þannig getur hann metið, andæft og gagnrýnt. Upplýstur maður metur sjálfur sannleiksgildi þess efnis sem borið er fram í fjölmiðlum og hvort það sé haldbært, nothæft eða gagnslaust.
Nixon sagði af sér sem bandaríkjaforseti í kjölfar Watergate hneykslisins. Frost taldi hann á að ræða við sig í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru nokkrum mánuðum síðar.
Nýleg kvikmynd um Nixon v. Frost færir okkur heim sanninn um það, hversu mikilvægt það er fyrir blaðamenn að styðja málflutning sinn með sannreynanlegum og haldbærum gögnum. Frost og aðstoðarmenn hans sýndu fram á að að Nixon vissi fyrr en ætlað var að menn hefðu brotist inn og snuðrað í höfuðstöðvum demókrata.
Frost náði taki á honum.
Spurningin er nú hver verður í sæti Nixons þegar íslenska bankahneyklsið verður upplýst.
Aðalatriðið er að upplýsingar eigi greiða leið að borgurunum, því hættan sem að þeim steðjar í nútímanum er fólgin í slagorðum, fullmatreiddum hugsanabrautum og hópskoðunum. Gegn þeim teflum við gagnsæinu. Með upplýsingar að vopni og nokkurri þjálfun hefur sérhver maður forsendur til þess að greina á milli þess sem unnt er að sannreyna og hins sem aldrei verður sannað. Þannig getur hann metið, andæft og gagnrýnt. Upplýstur maður metur sjálfur sannleiksgildi þess efnis sem borið er fram í fjölmiðlum og hvort það sé haldbært, nothæft eða gagnslaust.
Athugasemdir
Íslenska aðferin verður ofan á. Jóhanna Vigdís ræðir við Davíð Oddson, á meðan drukkið verður kaffi og vöfflur með rjóma og BLÁ berja sultu.
Rex 2 klukkutímar, 15 mínútur- Þórkatla Snæbjörnsdóttir 0 mínútur
Fyrir þá sem ekki vita er rétt að upplýsa, að Jóhanna Vigdís er systir Erlends Hjaltasonar hjá Exista. Fyrir utan hvað hún er annars slappur spyrill gerir þetta hana vanhæfa sem fyrirspyrjanda í öllu sem lýtur að hruninu og bankakreppunni.
Þetta hefur sem sagt verið látið óátalið hingað til að vanhæfur fréttamaður sé í "drottningarviðtölum" inni á Alþingi! Heyr, heyr, RÚV, alltaf batnar það!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl; Þórkatla - spjallvinkona góð !
Þörf; sem brýn, samantekt þín hér. Þó; Jóhanna Vigdís, sé hin mætasta kona, að öllu upplagi, og fróm og skikkanleg, í allan máta, að þá er RÚV að gera henni óleik; persónulega, með því að fá henni í hendur, viðfangsefni, hver tengjast bróður hennar, og hans garfi - beint, eða þá óbeint.
Með; hinum beztu kveðjum, sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:10
Hvernig er það,geta fréttamenn ekki farið fram á það að þurfa ekki að fjalla um mál sem að tengist þeim persónulega? Er bara að velta þessu fyrir mér.
Tek fram að ég hef ekkert á móti Jóhönnu Vigdís, en það á ekki að setja fólk í þessa stöðu eins og þú nefnir Óskar, og því er ég að velta þessu að ofan fyrir mér.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 20:08
Sæl Þórkatla.
Ég er sammála þér hún er alveg afspyrnu lélegur spyrjandi og þátta stjórnandi.
Guðmundur Óli Scheving, 24.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.