28.6.2009 | 18:51
Algjör þöggun fjölmiðla. Förum við ekki bara rúntinn í sumar og samþykkjum Icesave?
Ég sem að hélt í heimsku minni að fólk væri að sligast undan síhækkandi bensínkostnaði? Ég sem að hélt líka að fjölskyldur mættu ekki við svo miklu í þessu landi. Kannski misskilningur, eða ekki?
Ég býst allavega ekki við því að skjólstæðingar Fjölskylduhjálparinnar hafi verið mikið á faraldsfæti þessa helgina. Fjölskylduhjálpin þarf nefnilega að loka nokkrar vikur ( 1 eða 2) í sumar vegna starfsmannaeklu, allt starf unnið í sjálfboðavinnu. Stofnun sem að hingað til hefur ekki haft undan matarbeiðnum frá fólki.
Mæðrastyrksnefnd er víst á mörkunum að hafa nógu mikið fyrir skjólstæðinga sína og það sama má segja um Hjálparstofnun kirkjunnar. Rauði krossinn hefur ekki heldur undan beiðnum frá fólki sem að á ekki fyrir mat.
Algjör þöggun fjölmiðla um þetta ástand er skandall.
Mikil umferð til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl; Þórkatla mín !
Mæl; kvenna mætust. Hefi engu; við að bæta, þinnar góðu og þörfu orðræðu.
Með beztu kveðjum; - sem áður og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 19:22
Auðvitað er þetta " dútl " stjórnarinnar SKANDALL .E n það þarf ekki að fara langt , til að njóta .Jafnvel þó að við séum ekki á fríum bíl , með einkabílstjóra .Öll breyting er hvíld frá " ástandinu " .bara að Hafravatni eða slíkt ,er að vera úti . Tala nú ekki um þegar veðrið er svona fallegt .
Kristín (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 19:49
Sæll Óskar takk fyrir það, alltaf jafngaman að heyra í þér.
Sæl Kristín, að sjálfsögðu er öll tilbreyting nauðsynleg, ekki er ég að draga úr því. Er samt að reyna að segja að við þjóðin, þyrftum að sýna meiri samstöðu í verki og nota einkabílinn sem minnst. En jú öll hvíld frá "ástandinu" er nauðsynleg. Það er verið að bjóða upp á ágætisferðir með Ferðafélaginu til dæmis. Fínar ferðir og ég held á ágætis verði fyrir flesta, þó svo að ég telji að fólk sem að á ekki fyrir mat, hafi ekki efni á hvíld frá "ástandinu", því miður.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.