1.7.2009 | 10:04
Spillingin og súkkulaðið.......
Í tengslum við Vinstri græn, vil ég bara segja : Kommúnistar eru og verða kommúnistar, þeir reyna að blekkja fólk með ýmsum nöfnum en innrætið er það sama.
Meira að segja Halldór Laxness reyndi, áður en hann gerði upp við kommúnismann, að afsaka það sem hann sá með eigin augum í Moskvu á sínum tíma.
Einræðistilburðir Jóhönnu Sig. valda mér aftur á móti meiri furðu. Á blaðamannafundi í gær, var greinilegt, þar sem að hún sat á milli Gylfa Magnússonar og Steingríms J. að hún réð í raun öllu sem að var sagt þarna.
Þrátt fyrir ábendingar margra vel menntaðra manna hérlendis og erlendis, situr Jóhanna fast við sinn keip og segir að við, þjóðin, eigum að borga sukk og svínarí 7 manna skúrkaraliðs hjá "fyrrum" Landsbanka eða hvað menn kjósa að kalla þá "fyrrum stofnun". Er það kannski Gamli Landsbanki?
Manneskja sem að hefur gefið sig út fyrir það undanfarna áratugi að berjast fyrir lítilmagnanum. Kannski er hægt að telja henni trú um ýmislegt, þar sem að hún skilur ekki ensku og verður að treysta á enskumælandi menn í sínum röðum. En nei, varla, og þó...... hvað veit maður?
Ekki má svo gleyma þeirri skuldaslóð sem að Jón Ásgeir, Bjarni Ármanns og um 20 aðrir meintir forhertir fjárglæframenn hafa kallað yfir þessa þjóð og finnst allt í lagi að þjóðin borgi brúsann.
Spillingin nær til innstu raða stjórnmálaflokkana og þolir ekki dagsljósið. Þess vegna átti í raun aldrei að greina okkur frá því hvað Icesave snerist um í raun og veru.
Sagðist Björgólfur Thor ekki ætla að koma og hjálpa til. Hvar er hann?
Og síðan er Bjarni Ármanns bráðum aftur mættur á svæðið, sem hluthafi í súkkulaðiverksmiðju.
Sem betur fer finnst mér súkkulaði vont, annars væri ég í vondum málum.
60-70 milljarða árleg greiðsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.