4.7.2009 | 20:37
Þrælanýlenda 21. aldarinnar vegna spillingar stjórnmálakerfis.
Ætla nú ekki að tjá mig mikið um Davíð Oddsson. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, eins og málækið segir. Ég trúi því nú vart að hann sé alsaklaus af glæpnum.
Niðurstaða: Samfylkingin mun samþykkja samninginn með allri sinni höfðatölu og þeir þingmenn VG sem að hingað til telja sig hafa verið efins um samninginn, munu alveg gerbreyta um skoðun, "vegna nýrra gagna sem að komið hafa fram".
Og glæponarnir 7 í Landsbankanum munu sleppa og lifa í vellystingum praktuglega. Í öðrum lýðræðisríkjum yrði þeim stungið bak við lás og slá.
Útrásarvíkingarnir Jón Ásgeir, Bjarni Ármanns, Hannes Smárason og hvað það heitir allt þetta lið, lifa enn í taumlausum lúsus, en þjóðin á að borga brúsann því að stjórnmálaflokkarnir hafa svo mikið að fela að það þolir ekki dagsljósið.
Fáir mótmæla á Austurvelli nú..........
Spilling stjórnmálaflokkanna og stjórnmálakerfisins á sem sagt að gera Íslendinga að þrælum næstu aldir.
Get ekki beðið eftir að geta flutt úr landi............
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki ein um það - að vilja komast frá þessu Guðsvolaða landi.
En sorglegast er að svo virðist sem engir séu látnir gjalda misgjörða sinna.
Þjóðin vill að lög verði sett - tafarlaust - á fjármálafávitana sem settu hana á hausinn, það er óþolandi að horfa upp á þetta lið lifa í vellistingum praktuglega. Í fyrsta sinn á ævinni finn ég til fyrirlitningar gagnvart fólki. Það er ekki góð tilfinning.
Það var hægt að setja lög um yfirtöku bankanna á einni nóttu og þá ætti að vera hægt að setja lög um frystingu eigna spillingarliðsins og koma þeim undir lás og slá á ekki minni tíma.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 5.7.2009 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.