Þetta var Lára Hanna 03.07.09:
"Við erum kannski ekki alveg sátt við núverandi stjórn. Kvörtum yfir skorti á upplýsingum og margir gagnrýna Icesave-samninginn. Fleiri atriði má nefna, eins og fáránlega sérhagsmunagæslu samgönguráðherra. En þrátt fyrir allt held ég að stjórnin sem nú situr sé skásti kosturinn. Hún er ekki öfundsverð af að taka við hrundu þjóðarbúi og skafa grómtekinn skítinn eftir fyrri stjórnir. Engar ráðstafanir eru vinsælar undir þeim kringumstæðum en látum okkur ekki detta í hug að fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar myndu gera betur. Og núverandi stjórn virðist að auki vera alvara með að leita réttlætis - þótt hægt gangi. Réttlæti er grundvallaratriði og vegur mjög þungt. Er ekki rétt að gefa Jóhönnu og Steingrími tækifæri til að halda áfram að moka flórinn? Við vitum að þau gera það af heilum hug og leggja nótt við dag í þágu þjóðarinnar.
Ekki vildi ég vera í þeirra sporum."
Eftirfarandi er Lára Hanna 20.06.09:
Til að byrja með langar mig að leiðrétta leiðan misskilning sem ég hef orðið vör við. Icesave-samningurinn er ekki flokkspólitískt mál heldur þverpólitískt eða ópólitískt. Hann er harmleikur þjóðar, afleiðing taumlausrar græðgi nokkurra siðlausra manna og meðvirkra meðreiðarsveina sem kunnu sér ekkert hóf. Og spilltra, vanhæfra og sinnulausra stjórnmála- og embættismanna. Það er fáránlegt að einhverjir flokkar, einkum þeir sem eru í raun arkitektar hrunsins, eigni sér andstöðu við samninginn. Þess vegna þurfa þeir sem vilja mæta á mótmælafundinn á Austurvelli klukkan 15 í dag ekki að hafa áhyggjur af því að þeir lýsi þar með yfir stuðningi við einhverja stjórnmálaflokka. Þeir lýsa yfir stuðningi við sjálfa sig, samvisku sína og þjóðina - og andstöðu við óréttlæti.
Ég veit varla lengur hvað snýr upp eða niður á Icesave-samningnum. Hvort ég er samþykk honum eða ekki. Ég les og les, hlusta, horfi og tala við fólk - og snýst í hringi. Við höfum loksins fengið að sjá samninginn (sjá viðhengi neðst í færslu) en enginn hefur ennþá séð eignirnar sem eiga að fara upp í. Hvorki samninganefndin né ríkisstjórnin, hvað þá þingmenn eða þjóðin. Ku vera mest lánasöfn og slík söfn eru ekki traustustu eignirnar nú til dags. Og ómögulegt að segja hvað gerist á næstu 7 árum. Þeir voru ekki beint sammála, Indriði H. og Eiríkur Indefence í Kastljósinu á fimmtudagskvöld."
Og þetta var líka Lára Hanna 20.06.09.
"Eins og áður sagði er ég búin að fara í marga hringi með þetta mál. Reyna að vera skynsöm, sanngjörn, raunsæ og með kalt mat. En það er alveg sama hvað ég reyni - hjartað segir NEI. Réttlætiskenndin segir NEI. Alveg sama hvernig ég hugsa þetta, frá hvaða hlið - og þær eru margar - mér finnst einhvern veginn að verið sé að byrja á öfugum enda. Hengja bakara fyrir smið. Ég get ekki samþykkt það."
Ég ætla því að mæta á Austurvöll klukkan þrjú í dag. Ekki aðeins til að mótmæla Icesave-samningnum heldur líka til að krefjast þess að tekið verði á vanda heimilanna. Okkar, sem sjáum skuldirnar okkar rjúka upp, skattana hækka, verðlagið fara upp úr öllu valdi á meðan bankar og innheimtustofnanir - jafnvel ríkisins - ganga hart að skuldurum í vanda.
Síðast en ekki síst ætla ég að krefjast réttlætis. Krefjast þess að tekið verði á sökudólgunum, þeim sem bera ábyrgð á ástandinu. Að íslenskt réttarkerfi hafi döngun í sér til að gera það sem Danirnir gerðu við Bagger - láta þá sem brutu af sér sæta ábyrgð. Ekki okkur sem alsaklaus erum."
(leturbreyting mín)
Dæmi síðan hver fyrir sig um áhrifamátt stjórnmálamanna..........
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engin skömm að skipta um skoðun þegar menn fá að sjá upplýsingar um stöðu mála .Ríkisstjórnin má gera miklu betur í að upplýsa landan um stöðu mála ,ég hef lengi haldið því fram að staðan er miklu verri en menn gera sér grein fyrir og það hefur komið á daginn og á eftir að koma betur og betur í ljós því miður .
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 5.7.2009 kl. 09:52
Sagt er efsta pistli Láru Hönnu: "Er ekki rétt að gefa Jóhönnu og Steingrími tækifæri til að halda áfram að moka flórinn? Við vitum að þau gera það af heilum hug og leggja nótt við dag í þágu þjóðarinnar.
Ekki vildi ég vera í þeirra sporum."
Svar mitt: Lækkun barnabóta, gífurlega hækkun eldneytis, skerðingar til ellilífeyris- og öllulífeyrisþega, frysting og lækkun launa til starfsfólks. Sívaxandi atvinnuleysi, gjaldeyrishöft, himinháir srýrivextir og skerðing í heilbrigðisþjónustuog svona gæti ég haldið áfram lengi. Og svo til engar framkvæmdir í byggingariðnaði, nema jú í tónlistarhúsinu þar sem að Kínverjar munu víst vinna þar nótt við nýtan dag við rándýra gluggauppsetningu. Fjölskyldur missa húsin sín og flytja úr landi.
En af hverju má ekki sækja þessa peninga til útrásarvíkinga og Landsbankaskúrka? Nokkur hundruð þúsund milljarðar þar, svo að maður reikni nú inn í þetta "stórkostlega" Icesave". Ef það yrði gert þyrfti svo til enginn niðurskurður að koma til.
Spillingarforaðið nær langt inn í stjórnkerfið og stjórnmálaflokkana. Lesið Hvítu bók Einars Más Guðmundssonar.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.