13.7.2009 | 22:17
Íslenska (póli)tíkin, rakkinn og undirferlið.
Íslensk pólitík er engri lík. Ó nei. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum síðan að Jóhanna væri orðinn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins með Steingrím J. eins og rakka í bandi? Steingrímur sem að steitti hnefann framan í allt og alla fyrir ekki svo löngu síðan.
Icesavemálinu var gerð alveg einstaklega vel skil af þeim félögum í Málefninu. Út frá því gat maður tekið skýra afstöðu til þess sem að á eftir kom. Davíð kom vel fyrir fannst mér og ég er algerlega sammála honum.
Hvers vegna ættum við þjóðin að borga einhverja gamblerareikninga fyrir Sigurjón og co hjá Landsbankanum?
Og þessu ætluðu Svavar, Jóhanna og Steingrímur að fá Alþingi til að samþykkja orðalaust, án nokkurra upplýsinga um samninginn, ja þvílíkur mannskapur?
Við eigum ekki að borga Icesave, svo fráleitt að reyna að telja þjóðinni trú um þetta.
Steingrímur J. sagði í Málefninu að það þyrfti að koma Icesavesamningnum "út úr heiminum"?! Er það sem sagt að koma einhverju út úr heiminum það, að skuldsetja þjóðina fram undir lok aldar.
Ég held að það þurfi frekar að koma þessari ríkisstjórn út úr heiminum.
Engin ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega er ég sammála þér - Davíð kom þessu vel frá sér og Steingrímur var komin i vörn og er út úr heiminum
Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 22:34
hann felur allavegana "hornin" vel - situr náttúrulega á "halanum" ekki sést hann svona í beinni
Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 22:53
Mér fannst Steingrímur bara aumingjalegur í þættinum. Var að basla við að rökstyðja það hvað Icesave væri frábært. Tókst það illa.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:04
Þórkatla: Ef þér fannst Steingrímur vera lofsyngja Icesave þá hefurðu gleymt að skrúfa up volume takkann í tækinu þínu, hvað þá heldur fylgst með því sem fram hefur komið hjá honum frá því þetta mál kom upp.
hilmar jónsson, 13.7.2009 kl. 23:18
......... og við eigum sem sagt bara að borga sukkið hans Sigurjóns orðalaust? Hvers vegna átti að reyna að láta samninginn fara til samþykktar á Alþingi Íslendinga án kynningar á honum? Af hverju eiga Sigurjón og co. að sleppa, en við þjóðin að vera þrælar þessara "viðskiptamanna" næstu áratugina? Hafa stjórnmálamennirnir Svavar, Steingrímur og Jóhanna eitthvað að fela?
Já já bara að koma þessum Icesavesamningi "út úr heiminum" eins og Steingrímur J. orðar svo gáfulega
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 23:53
Þú skalt reyna að átta þig á því að þetta rugl allt er í boði sjálfstæðisflokksins með fulltingi fyrrum Seðlabankastjóra Davíðs Oddsonar.
hilmar jónsson, 13.7.2009 kl. 23:59
Eru hamskipti Jóhönnu og Steingríms í pólitíkinni líka í boði Sjálfstæðisflokksins? Góða nótt Hilmar minn.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:05
Hilmar, reyndu að átta þig aðeins betur á hlutunum áður en þú commentar þessu rugli.
Guðmundur Pálsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 00:30
Hafa stjórnmálamennirnir Svavar, Steingrímur og Jóhanna eitthvað að fela? hvað er verið að "Hilma"r yfir ?
Jón Snæbjörnsson, 14.7.2009 kl. 08:23
Já, Jón þegar stórt er spurt ....... ......... "Hilmingin" er orðin yfirþyrbandi.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 08:48
........... "er orðin yfirþyrmandi" átti þetta að sjálfsögðu að vera.
Endursýninig á Málefninu núna á Skjá einum.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 08:53
Endursýning á Stöð 12.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 09:01
er ekki við sjónvarp - en man þetta nokkuð vel
Jón Snæbjörnsson, 14.7.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.