15.7.2009 | 05:35
Prókúruhafi á bankareikninginn minn, má ég ekki fá að velja hann sjálf?
Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, telur að Icesave-samningurinn sé meingallaður, líkt og hún hafi rökstutt í greinargerð til fulltrúa stjórnvalda.
Hún líti svo á að samningurinn brjóti í bága við Evrópurétt. Já hvorki meira né minna.
Þór Saari segir í fréttinni sem að fylgir þessari færslu:
Sendiherranum í Bretlandi var haldið algerlega utan við allt þetta ferli. Og hann er aðal diplómatinn sem hefði átt að vera í miðju málsins. Í staðinn var Svavar Gestsson gerður að formanni sendinefndarinnar. Hann er ekki maður sem að hefur nokkra burði til að taka þátt í svona samningaviðræðum. Svavar er búinn að koma þrisvar fyrir nefndina, fjárlaganefnd, og það er algjörlega greinilegt að hæfni hans er enginn.
Það, að hafa Svavar í forsvari fyrir samninganefndinni, en ekki sendiherrann í Bretlandi, segir manni að það er eitthvað gruggugt í þessu máli, sem að átti og/eða á, að fela fyrir almenningi og Alþingi. Ég er viss um að það er ekki öll kurl komin til grafar hvað varðar ferli þessa máls, og hina heiftúðugu framkomu þessara þjóða, Breta og Hollendinga, gagnvart okkur. Hvers vegna að gefast upp eins og lufsur?
Nei, þarna býr eitthvað miklu meira að baki. Varla eingöngu vanhæfni Svavars, mig grunar að það sé annað og meira. Flýtirirnn með þetta mál er t.d. svolítið furðulegur.
Sendiherrann hefði að sjálfsögðu þurft að vinna samkvæmt sínum eiðstað sem sendiherra. Þetta liggur í augum uppi. Þar hefði ekkert gruggugt mátt vera uppi á borðinu. Já, svo dæmi sé tekið.
ESB málið mun að öllum likindum fara til afgreiðslu þingsins í dag. Þetta mál er undanfari þess að geta keyrt Icesavesamninginn síðan i gegn. Þetta sjá erlendir fjölmiðlar þó svo að íslenskum fjölmiðlum yfirsjáist þetta á einhvern yfirnáttúrulegan hátt.
Ef að íslenskum almenningi sem að tök hafa á, finnst það ekki skylda sín að mæta á Austurvöll í dag, þá veit ég ekki hvenær væri tilefni til þess?
Nema.... að við höfum stórkostlegan áhuga á að fara undir dönsku eða norsku krúnuna? Við værum víst ekkert verr sett þar en ég held að þessar þjóðir vilji ekkert með okkur hafa.
Ef að við spyrnum ekki við fótum, hafa íslenskir og erlendir ráðamenn prókúruhafarétt á bankareikningum okkar næstu áratugina. Er þetta það sem að við viljum?
Svavar fullkomlega vanhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður skilur bara ekki svona vinnubrögð hjá ríkistjórninni - Svavar af öllum, því eru ekki fengnir vanir með úr viðskiptum menn eru þekktir fyrir samningsgetu og dugnað - nefni td Guðmund Ásgeirsson kenndan við Nesskip - áræðnir menn sem kalla ekki allt ömmu sína, það eru svo sem til aðrir en hann og allir þeir sem svona kunnáttu / þekkingu / getu hafa geta unnið saman - ég kysi þá frekar í að semja fyrir mig heldur en pólitík
Ég segji NEI ég borga ekki Icesave
Jón Snæbjörnsson, 15.7.2009 kl. 08:55
Sammála þér Jón. Eftir að hafa kynnt mér málið nokkuð rækilega, er alveg á hreinu að við eigum ekki að borga Icesave.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.