25.7.2009 | 05:56
"...... og eitthvað fleira virðist vanta upp á ......"
Þann 28.03.09. má finna smá umfjöllun Láru Hönnu Einarsdóttur á bloggi hennar um Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þar fylgir myndband sem að ég ætla ekki að birta hér.
Þar segist hún segist skilja betur hvers vegna Sjálfstæðisflokknum tókst að steypa þjóðinni í glötun.
Ég er ekki Sjálfstæðismanneskja, en miðað við þá umfjöllun sem að ég fékk af hennar hálfu í gærkvöldi í athugasemdabloggi hennar, finnst mér ekki úr vegi að rifja aðeins upp það sem að hún segir um mann, sem að kom þar í ræðupúlt.
Æi Lára Hanna mín, pínu smá ritstuldur, hvað er það á milli "vina"?
"28.3.2009
Hógværð og lítillæti sjálfstæðismanna
Nú skilur maður betur hvernig Sjálfstæðisflokknum tókst að steypa þjóðinni í glötun. Var það kannski bæði stefnan OG fólkið eftir allt saman...? Hér er nú aldeilis ekki lítillæti eða hógværð fyrir að fara og eitthvað fleira virðist vanta upp á. " (leturbreyting mín)
Eru þetta ekki dylgjur um mann sem að er með alveg ágætis þátt á ÍNN? Ég horfi reglulega á hann: Óli á Hrauni, og finnst þátturinn bara alveg ágætur.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:01 | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.