Fyrir hverju börðust afi minn og amma, pabbi minn og mamma? Hvers vegna berjumst við ekki fyrir sjálfstæði okkar á opinberum vettvangi?

"Vonast er til að stjórn AGS geti tekið málefni Íslands til endurskoðunar í lok ágúst ..........". Greiðsla númer 2 frá AGS ekki enn komin og til stóð að hún kæmi í febrúar sl.

Við, já við þjóðin, eigum að bíða fram í lok ágúst, byrjun september, til þess að fá að vita hvort að okkur verði veitt sú miskunn að fá þessa greiðslu.

Norðurlandaþjóðirnar, "vinaþjóðir" okkar taka í sama streng, veita okkur ekki krónu af því lánsfé sem að þær voru búnar að lofa okkur, fyrr en AGS er búinn að miskunna sig yfir okkur, með greiðslu númer 2 af láni sem átti að greiðast í febrúar.

Það skyldi þó ekki vera að AGS sjái sér nú leik á borði til að knésetja þessa þjóð ærlega, þeir eru víst þekktir fyrir það, vitandi það að það er bullandi ágreiningur um Icesave bæði hjá þingi og þjóð.

AGS mun aldrei veita okkur lán númer 2 fyrr en við samþykkjum Icesamninginn, svo einfalt er það. Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð.

Auðlindirnar eru víst einhvers virði ekki satt og þess virði að krækja í þær eða hvað?

Icesamningurinn og AGS lánið er hengingarólin sem að mun verða fest við þessa þjóð næstu áratugina. Almenningur skal fá að borga brúsann fyrir subbuskap útrásarvíkinga sem að fengu prókúruhafarétt á bankareikninga okkar Íslendinga um ókomna framtíð.

Á meðan hrynur verðgildi krónunnar, fleiri fyrirtæki fara á hausinn, atvinnuleysi eykst, öll almenn þjónusta við þegna þessa lands snarminnkar, og á meðan fá útrásarvíkingar að leika lausum hala. Allt í boði ríkisstjórnarinnar sem að sér enga ástæðu til að sækja peningana til þessara manna. Og já, það eru komnir 10 mánuðir frá hruni.

Í öllum öðrum lýðræðisríkjum sem þvílíkt hefði gerst, væri fyrir löngu búið að stinga þessum mönnum bak við lás og slá.

Síðan höfum við forsætisráðherra sem að lætur ekki sjá sig í útlöndum til að rétta af málstað landsins á alþjóðavettvangi. Hún kann að vísu ekki ensku en það er engin skömm að því að hafa túlk með sér. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa gert slíkt hið sama.

Fólk flýr hér nú land, og að fer fram sem horfir er þetta bara byrjunin. Mannlíf hér og atvinnulíf verður varla svipur hjá sjón.

Það væri fróðlegt að fá að kíkja yfir öxl himnaföðursins þegar að fram líða stundir, vonandi ekki alveg strax, og fá að vita hvort að það leynist eitthvert lífsmark með þessari þjóð, Íslandi, já kannski eftir 30 - 40 ár eða svo?


mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband