Nei ráðherra, það á víst örugglega ekki að hlusta á þjóðina.

Eru Steingrímur og Jóhanna að ganga hagsmuna Hollendinga og Breta í stað Íslendinga? Þetta er með ólíkindum. Það er reynt að ljúga okkur Íslendinga fulla og svo birtist allt í einu leyniplagg sem að fylgir Icesavesamingnum, plagg sem að við áttum aldrei að fá að sjá. Eru einhver fleiri leyniplögg?

Jóhanna horfin og lætur Steingrím um baslið. Ómerkilegur stjórnmálamaður Jóhanna sem að lét okkur halda í 30 ár að hún bæri hagsmuni litilmagnans fyrir brjósti en, svikur svo ekki bara málstaðinn, heldur gerist, já ég leyfi mér að segja það, föðurlandssvikari.

Hún svíkur þjóð sína á ögurtímum og er ekki einu sinni tilbúin til að koma fram og tala við hana líkt og Eva Joly gerði. Þjóðin fer fram á nýjan samning, fólkið sem að kaus hana fer fram á nýjan samning en Jóhanna kýs að hlusta ekki á þjóðina.

Eftir grein Evu Joly s.l. laugardag, hefur Jóhanna og co. auðvitað orðið óróleg og hjólað í þremenningana í Borgarahreyfingunni og Pétur Blöndal til að þvinga sitt fram, þvert á skoðun þjóðarinnar, nei það á sko ekki að hlusta á þjóðina.

 


mbl.is Svigrúm til að setja skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband