Er "samviska" og "stefnuskrá" Borgarahreyfingarinnar til sölu?

Bretar telja sig að sjálfsögðu vera búnir að semja við Íslendinga. Ætli þeim hafi ekki verið sagt það eftir fundinn með Svavari "samningamanni" að nú þyrfti bara að koma þessu í gegnum þingið. Fólk sem er búið að vera of lengi í pólitík missir flest allt venjulegt jarðsamband og þar af leiðandi fylgist ekki með hvernig "venjulegt" fólk hugsar.

Mótmæli almennings gagnvart Icesave hafa greinilega komið stjórnarliðum í opnu skjöldu plús það, að þetta átti auðvitað að gerast með leynimakki, sem að ekki tókst.

Það var byrjað með þeim lygum að Hollendingar og Bretar hefðu ekki viljað að neinar upplýsingar um samninginn bærust út til almennings. Stjórnvöld þessara rikja komu fram og sögðu þetta ekki rétt.

Borgarahreyfingin kemur svo fram og býðst til að hjálpa til.  Kom hún ekki fram undir slagorðinu Borgarahreyfingin - þjóðin á þing? Býðst til að hjálpa til við fyrirvara í samningi sem að þjóðin kærir sig ekki um og á ekki að borga.

Segir að þar með sé verið að hafna samningnum á "penan" hátt, eins og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Borgarahreyfingarinnar, komst að orði.

Ég auglýsi hér með eftir samvisku Borgarahreyfingarinnar, sem að sagði í kosningabaráttunni að hún myndi leggja sjálfa sig niður þegar að öll stefnumál hreyfingarinnar væru komin í höfn.

Eitt þeirra stefnumála var að sækja um aðildarviðræður að ESB, sem að varð svo að hrossakaupsmáli hreyfingarinnar eins og frægt er orðið. Þremenningarnir kusu að hafna umsókn.

Eiga ekki kjósendur Borgarahreyfingarinnar skilið einhver svör frá þingmönnum sínum?


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband