Jónas frá Hriflu og lúxuslíf Björgólfs Thors.

Á  símum tíma kom Jónas frá Hriflu fram og sagði að geðsjúkdóma væri hægt að lækna en heimska væri ólæknandi. Ég vona að þetta sé ekki að koma fram í hugarfari þessarar þjóðar nú.

 Hvenær ætlar fólk eiginlega að skilja það að við almenningur á Íslandi höfum akkúrat ekkert með Icesavemálið að gera og að þeir sem að skrifuðu undir samning s.l. haust gerðu það án samþykktar þjóðarinnar. Og síðan eigum við að borga ósköpin með eða án fyrirvara.

Sem betur fer sér maður að það er einstöku sinnum skrifað hér um þetta mál á þann veg að það sé verið að tala á sanngjarnan hátt um rétt Íslendinga hér.

Fyrir utan það að það voru einstaklingar í banka í einkaeigu sem að stofnuðu til þessa reiknings, sem að við berum enga ábyrgð á.

Var Landsbankinn ekki í eigu Björgólfsfeðga þegar að þessi Icesavereikningur var stofnaður? Annar þeirra er víst farinn á hausinn en arftakinn lifir lúxuslífi í Bretlandi.

Hvers vegna er honum ekki gert að borga það sem að hann stofnaði til eða að fara í skuldafangelsi ella? Hvenær ætlar þessi vitleysa eiginlega að taka enda, ég bara spyr?

Hvað yrði gert við mig ef að ég skuldaði hundruð milljarða og ég stæði ekki skil á því, já ég bara spyr?


mbl.is Engar greiðslur án hagvaxtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru engir "þeir" sem skrifðu undir samnginn "s.l. haust" Það var Steingrímur sem skrifaði undir samningana 5. júní sl. "þjóðin" veitir ekki "samþykkt" til að skrifa undir samninga. Í þessu tilviki voru það þingflokkar stjórnarflokkanna.

Magnea (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 07:24

2 identicon

Jú Magnea það var skrifað undir Icesavesamninginn s.l. haust, ég held að það viti það flestir. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur áttu þar hlut að máli.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 07:31

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þegar Ísland gerðist aðili að EES undirgengst það ýmsar reglur ESB, þ.á.m. um ábyrgðir á innistæðum fólks í bönkum. Einnig að allir viðskiptavinir t.d. bankanna stæðu jafnir. 

,,Í rauninni snýst málið hvorki um góða Íslendinga né vonda útlendinga, heldur regluverk ESB. Þegar hallaði undan fæti í efnahagsmálum vegna hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu, sem gengið hefur yfir nálæg lönd, kom í ljós að regluverk ESB var svo gallað að tvísýnt þótti að það stæðist þá skoðun sem fylgdi dómsmeðferð í málum Íslendinga gagnvart Bretlandi og Hollandi”. (Sigurður Líndal Fréttabl 13. 8 2009)

  • Það má vel vera að regluverkið standist ekki einhverja skoðun, en ég hef ekki vit á því. En þetta er regluverk sem farið er eftir innan ESB, því miður. Þeir ESB-aðilar túlka það eins og þeim hentar enda er þetta þeirra regluverk og þeir láta ekki utan að komandi aðila stjórna því hvernig þeir, sem eru í þessu ríkjabandalagi túlka sín eigin regluverk.
  • Ísland er utan að komandi aðili sem hefur valið sér það sjálft, að sleikja afturendann á ESB. Ísland sem ríki hefur kosið að vera í EES og stjórnmálamenn úr öllum flokkum nema VG hafa á undanförnum árum básúnað það við hvert tækifæri, hvað Ísland er heppið og hefur hagnast af tilveru sinni í EES.

Kristbjörn Árnason, 14.8.2009 kl. 07:34

4 identicon

Það má ekki gleyma því að Landsbankinn var undir eftirliti Íslenska Fjármálaeftirlitsins og því Íslenskra stjórnvalda. FME hefði átt að passa að Landsbankinn gegni ekki svona langt sem hann gerði heldur takmarka áhættuna þannig að tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti ráðið við þá ábyrgð áhættunni fylgdi. Þetta gerði FME/Íslensk stjórnvöld ekki og því ber Íslenska þjóðin (sem kaus yfir sig þau stjórnvöld sem stjórnuðu landinu á þessum tíma) því miður ábyrgð í þessu Icesave máli. Það er því ekki hægt að segja að þetta sé bara þáverandi eigendum Landsbankans að kenna, eftirlitið brást og því lendir þetta því miður á okkur.

HT (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:15

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hvaða rugl er þetta - það var ekki skrifað undir neinn samning í haust - enda enginn slíkur gerður. Það var gert minnisblað um samning, og slíkt er ekki skuldbindandi - ekki frekar reyndar en Icesave samningurinn nú, þar sem einungis Alþingi getur kvittað upp á slíka samninga!

HT, Landsbankinn fór eftir reglum EES samningsins, hann braut ekki lög, já og þetta er einkabanki. Ríkisstjóður ber því enga ábyrgð á honum, frekar en hann myndi bera ábyrgð því ef að Össur færi á hausinn í e-u útlandinu og erlendir hluthafar myndu tapa!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.8.2009 kl. 11:42

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Jú Óskar, fólk vill einmitt fara að lögum. Skv. lögum EES er ríkið EKKI ábyrgt fyrir þessum skuldum EINKABANKA! Og þetta endalausa bull með bindiskilduna...hún hefði nánast engu breytt, enda lág, og með þessu var Davíð einungis að fylgja því sem var verið að gera í EES löndunum...og er ekki allt svo gott sem tengist ESB? Það var síðan kúgun ISG og Össurs á Geir sem varð til þess að Bretum var ekki leyft að sækja okkur fyrir dómstólum strax í haust, einmitt útaf ESB áráttu sinni - Óskar það er til í fréttatíma frá því í haust þegar hótunin kom fyrst frá Bretum um að stefna okkur, þá sagði Geir að það væri bara fínt, þá kæmi réttur þeirra sem og okkar í ljós. Það mátti Samfylkingin ekki heyra á minnst, enda má ekki styggja "elsku" Bretana...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 14.8.2009 kl. 11:59

7 identicon

Óskar, þú kýst að kalla það bull, sem að fólk sem setur hér fram, sem að er ekki sammála þér. Ég ber ekki ábyrgð á Icesacesukkinu, svo einfalt er það. Ég er ekki að reyna að verja Davíð en er ekki eitthvað mikið að, þegar fólk er að verja það að skuldsetja afkomendur okkar næstu áratugina án þess að þeir eigi það skilið? Steingrímur og Jóhanna hefðu getað komið fram og varið okkar málstað á alþjóðavettvangi en þau gerðu það ekki.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnmál, lífsmáti, heilsa

Höfundur

Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Þórkatla Snæbjörnsdóttir
Er kona á besta aldri sem hefur áhuga á öllu skemmtilegu, bókum, tónlist o.fl. o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband