Er ekki hægt að heimfæra þetta kvæði upp á ástandið í þjóðfélaginu í dag? Einhvernveginn finnst mér það. Kvæðið er eftir Heinrich Heine í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:
Kvæðið heitir Heimur versnandi fer:
Ég er hryggur. Hérna fyrrum
hafði veröldin annað snið.
Þá var allt með kyrrum kjörum
og kumpánlegt að eiga við.
-----------------------------------
Nú er heimur heillasnauður
hverskyns eymd og plága skæð.
Á efsta lofti er Drottinn dauður
og djöfullinn á neðstu hæð.
--------------------------------------
Nú er ei til neins að vinna,
nú er heimsins forsjón slök.
Og væri ekki ögn af ást að finna
allt væri lífið frágangssök.
Samkomulag í fjárlaganefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnmál, lífsmáti, heilsa
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 63059
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.